14.11.2007 | 15:22
Enn um niðurstöðu Vegagerðarinnar
Mikið hefur verið rætt og ritað um niðurstöðu Vegagerðarinnar um hvar vegur yfir Hornafjarðarfljót eigi að liggja. Það er ljóst að Vegagerðin og sveitarfélagið eru alls ekki sammála um það hvar vegurinn eigi að koma. Enginn þarf því að velkjast í vafa um það að niðurstaða Vegagerðarinnar olli okkur verulegum vonbrigðum.
Hins vegar koma fram á fundi með starfsmönnum Vegagerðarinnar að allar þær leiðir sem lagðar voru til grundvallar í umhverfismati eru vegtæknilega færar. Í raun er því lítið því til fyrirstöðu að fara leið 3 eins og bæjarstjórn hefur talað fyrir. Forsenda þess að það sé möulegt er auðvitað sú að það takist að tryggja nægjanlegt fjármagn í framkvæmdina. Óneitanlega er munur á kostnaðartölum á þeirri leið sem bæjarstjórn vill fara og þeirri leið sem Vegagerðin vill fara.
Ríkisvaldið tryggi fjármagn til framkvæmdarinnar
Það er alveg ljóst í mínum huga að ríkisvaldið verður að koma að þessu máli. Ríkisvaldið verður að tryggja það að fjárveitingar til verkefnisins dugi til þess að fara leið 3. Hin jákvæðu samfélagslegu áhrif af því að fara þá leið, fyrir íbúa sveitarfélgsins, hljóta að vega þungt í huga ríkisstjórnarinnar. Hér er um framtíðarvegstæði okkar að ræða þannig að það gríðarlega mikilvægt að menn vegi og meti öll sjónarmið og þá ekki síst þau sjónarmið sem lúta samfélagslegum áhrifum.
Það kæmi mér ekki á óvart ef bæjarstjórn Hornafjarðar yrði sammála um það að krefjast þess af ríkisstjórn Íslands að tryggt verði nægjanlegt fjármagni til þess að leið 3 verði farin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.