13.11.2007 | 11:45
Hornafjarðarfljót - niðurstaða Vegagerðarinnar
Því verður ekki neitað að niðurstaðan sem starfsmenn Vegagerðarinnar og VSÓ kynntu fyrir bæjarstjórn og byggingar - og skipulagsnefnd á fundi í gær olli töluverðum vonbrigðum. Þar kynntu starfsmenn Vegagerðarinnar fyrir okkur að stofnunin hefði komist að þeirri niðustöðu að velja beri leið 1. Hægt er að lesa um fundinn hér og hér.
Á fundi bæjarráðs í gær var eftirfarandi bókað:
Á fundi með starfsmönnum Vegagerðarinnar þann 12. nóv. 2007 kom fram að stofnunin mælir með að farin verði leið 1. Rökin eru þau að umhverfisáhrif þeirrar leiðar séu minnst af þeim leiðum sem eru til skoðunar, leiðin uppfylli einnig öll markmið um umferðaröryggi og greiðfærni auk þess sem hún sé verulega hagkvæmari en aðrar leiðir. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu Vegargerðarinnar ítrekar bæjarráð Hornafjarðar fyrri afstöðu sína í þessu máli. Bæjarráð telur það farsælustu lausnina í samgöngumálum Hornfirðinga til framtíðar að ákveðið verði að fara leið 3. Það er sú leið sem kemur til með að styrkja best búsetu og atvinnuskilyrði íbúanna í sveitarfélaginu.
Það er mikilvægt að það komi fram að bæjarráð telur að enn hafi ekkert komið fram sem kalli á afstöðubreytingu bæjarstjórnar. Við erum enn þeirrar skoðunar að velja beri syðstu leiðina, þ.e. leið 3. Sú leið styttir vegalengdirnar innan sveitarfélagsins langmest og rennir styrkustu stoðunum undir byggð á svæðinu. Á fundinum kom fram að allar þær leiðir sem skoðaðar hafa verið í umhverfismatinu eru vegtæknilegar framkvæmanlegar. Að mörgu leyti virðist því niðurstaða Vegargerðarinnar þá byggjast á fjármögnun.
Það dregur enginn dul á það leið 3 er dýrust þeirra leiða sem skoðaðar voru. En hér er um að ræða svo mikilvægt mál fyrir samfélagið hér að mikilvægt er að ekki verði kastað til höndum. Við í bæjarstjórn teljum að fyrst ráðast eigi í þessar stórframkvæmdir á annað borð þá beri að horfa mjög sterkt til þeirra jákvæðu samfélagslegu áhrifa sem framkvæmdirnar munu hafa. Afstaða bæjarstjórnar er og hefur verið sú að leið 3 hafi mestu og jákvæðustu samfélagsáhrifin og það er ekki síst þess vegna sem bæjarstjórn hefur talið þá leið farsælasta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.