2.11.2007 | 14:59
Seðlabankinn berst við vindmyllur
Eitthvað virðist síðasta stýrivaxtahækkun Seðlabankans hafa komið mönnum úr jafnvægi. A.m.k. virðast þingmenn allra flokka sammála um það að þessi hækkun hafi komið á óvart og telja hana ekki heppilega.
Ég held að það sé óhætt að taka undir þessar áhyggjur þingmanna. Spurningin er líka sú hvort þau verkfæri sem bankinn býr yfir til þess að halda niðri verðbólgu séu nógu öflug og hvort verkefni þeirra sé raunhæft.
Bankinn er að reyna stjórna gjaldmiðli sem er bara nýttur af hluta samfélagsins. Stórfyrirtækin íslensku eru að flýja krónuna í umvörpum.
Ætli það verði ekki á endanum hávaxtastefna Seðlabankans sem mun leiða okkur út í alvöru umræður um heildarendurskoðun á starfi bankans og um gjaldmiðilsmál. Þessi aðgerð bankans gerir auðvitað ekkert annað en valda skuldugum íslenskum almenningi enn meiri vandræðum.
Atvinnulífið og verkalýðshreyfingin hafa tekið frumkvæðið í umræðum um stöðu krónunnar og upptöku Evru. Ekki virðist vera pólitískur vilji til þess á Íslandi til þess að hefja þessa umræðu af einhverju viti. Innan annarra flokka en Samfylkingarinnar virðast menn bara vilja komast hjá því að ræða þessi mál af einhverri alvöru.
Hvað svo sem mönnum kann að finnast um ESB og Evruna þá hljóta almannahagsmunir einfaldlega að kalla á það að forystumenn annarra stjórnmálaflokka en Samfylkingarinnar fari að hugleiða inngöngu í ESB og upptöku Evru.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.