23.4.2007 | 22:49
Steingrímur Joð = Krati og ósmekkleg ummæli JBH
Gaman var að fylgjast með Jóni Baldvin Hannibalssyni fletta ofan af meintri róttækni Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Viðtalið við Jón í Silfrinu í gær var í raun framlenging á góðri greiningu hans í Lesbók Morgunblaðsins um það hvort sameining vinsri manna hafi mistekist.
Varðstaða um óbreytt ástand er ekki merki um róttækni. Varðstaða um okurvexti og okurverð er ekki merki um róttækni.
Á meðan Steingrímur viðurkennir að það samfélag sem jafnaðarmenn á Norðurlöndum hafa byggt upp sé sú besta samfélagsgerð sem til er í heiminum þá afneitar hann því að hann sé jafnaðarmaður. Til þess sé hann of róttækur. En í hverju felst róttæknin?
Ég tel fyrst og fremst að róttæknin felist í varðstöðunni um óbreytt ástand. Viljanum til þess að loka augunum fyrir Evrópu, loka augunum fyrir okrinu í íslensku samfélagi. Um þetta getur íhaldið og afturhaldið sameinast í íslenskri pólitík.
Eitt get ég þó ekki varið sem JBH lét út úr sé í viðtalinu við Egil. Það var þegar hann kallaði menntamálaráðherrann, hana Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur ljóskuna í menntamálaráðuneytinu. Svona segja menn ekki. Þetta er dónaskapur.
Alveg eins og það var dónaskapur af Davíð að kalla Jón Ásgeir og Jóhannes í Bónus götustráka. Það var líka dónaskapur þegar Ólafur Ragnar sagði að Davíð hefði skítlegt eðli eða þegar stórkratinn Steingrímur Joð kallaði Davíð gungu og druslu. Ekki má heldur gleyma ummælum núverandi forsætisráðherra um sætustu stelpuna á ballinu og hvort þessar konur hefðu hvort eð er ekki orðið ófrískar.
Allt eru þetta ósmekkleg og óheppileg ummæli hjá mönnum sem hafa mikla pólitíska vigt í umræðunni og ættu að vita betur. En öllum getur orðið fótskortur á tungunni, þessum mönnum sem öðrum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Af mbl.is
Erlent
- Heimsókn Vance leiddi til ýmissa viðbragða
- Yfir 90 manns líklega fastir undir brakinu
- Heimsókn undirstrikar Grænlandsáhuga
- Leitaði að skrímsli en fann mann
- Fundu örplastsagnir í jórturleðri
- Umdeilt forsetaframboð McGregors
- Myndskeið: Öngþveiti á spítala í höfuðborginni
- Þarf að auka varnir á norðurslóðum
- Trump: Við munum veita aðstoð
- Telur að ekki sé þörf á að beita hervaldi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.