Leita í fréttum mbl.is

Kosningaskrifstofa opnuð og uppsveiflan hafin

Ég var rétt í þessu að koma af opnun kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar á Hornafirði. Þeir félagar, Björgvin G. Sigurðsson og Róbert Marshall mættu á opnunina.

Fjöldi fólks mætti og fékk sér kaffi með frambjóðendunum og rabbaði við þá á skrifstofunni. Mjög góð stemmning var við opnunina og greinilegt að fréttir dagsins af skoðanakönnun Capacent Gallup hleyptu lífi í fólk.

Uppsveiflan er svo sannarlega hafin og fer Samfylkingarfólk á Hornafirði ekki varhluta af því.

Glæsilegur og kraftmikill landsfundur okkar í Egilshöll um síðastliðna helgi hefur greinilega hleypt endurnýjuðum krafti í okkar ágæta flokksfólk. Í Egilshöll birtist okkur fullmótaður jafnaðarflokkur með skýra framtíðarsýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Rúnar Þorvaldsson

Ekki þér sérstaklega en hann flutti öllum Hornfirðingum fallega hugvekju á opnuninni.

Árni Rúnar Þorvaldsson , 22.4.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband