12.4.2007 | 23:55
Frumkvæði Samfylkingarinnar í efnahagsmálum
Það er greinilegt að Samfylkingin er búin að ná frumkvæði í umræðunni um efnahagsmál á Íslandi. Á annað hundrað manns mættu á Grand Hótel í gær og hlustuðu á erindi Jóns Sigurðssonar, hagfræðings og fyrrverandi viðskipta - og iðnaðarráðherra Alþýðuflokksins og bankastjóra.
Á fundinum fjallaði Jón um ritið sem kom á vegum Samfylkingarinnar ber yfirskriftina "Jafnvægi og framfarir - ábyrg efnahagsstefna". Ritinu var ritsýrt af Jóni og er sú greining á efnagagslífinu sem þar kemur fram undanfari ályktana landsfundar Samfylkingarinnar sem settur verður á morgun.
Nánar er hægt að lesa um fundinn hér.
Ójafnvægið í íslensku hagkerfi er mikið. Viðskiptahallinn er gríðarlegur, verðbólgan er hátt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans og vaxtamunur á milli Íslands og annarra markaðslanda hefur aldrei verið meiri. Ójöfnuðrinn í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur líka aukist til muna og kjör lífeyrisþega og barnafjölskyldna hafa dregist aftur úr.
Stjórnarliðar stæra sig gjarnan af stöðugleikanum. Ég held hins vegar að það eina sem er stöðugt á stjórnarheimilinu hvað efnahagsmál varðar er óstöðugleikinn.
Eina leiðin til þess að snúa af leið aukins ójöfnuðar í samfélaginu og til að koma á stöðugleika í efnahagsmálum er að við taki frjálslynd jafnaðarstjórn að loknum kosningum. Slík ríkisstjórn verður aldrei mynduð nema undir forystu Samfylkingarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.