Leita í fréttum mbl.is

Spunameistarar Framsóknar búnir að mynda ríkisstjórn

Pétur Gunnarsson, einn helsti spuna - og galdramaður Framsóknar telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að Geir Haarde og Steingrímur J. Sigfússon hafi hist og rætt hugsanlega stjórnarmyndun að loknum kosningum.

Ég ætla ekki að dæma um það hvort þessir heimildir sem Pétur telur sig hafa séu á rökum reistar. Menn hafa s.s. rætt saman um annað eins áður.

En hitt er aftur annað mál að lýsingar Péturs á því hvernig heimildirnar komust til hans eru með því skrautlegra sem ég hef áður lesið svo ekki sé fastar að orði kveðið.

E.t.v. segir þetta meira um örvæntingu hans sjálfs en um samstarfsvilja Steingríms og Geirs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband