Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin í sókn í Norðvesturkjördæmi

Miðað við útkomuna í skoðanakönnun sem birt var í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö í kvöld er ekki annað að sjá en að Samfylkingin sé í stórsókn í Norðvesturkjördæmi þessa stundina. Ekki vantar nema tæp þrjú prósentustig svo við náum aftur í kjörfylgi okkar.

Miðað við frammistöðu Guttorms Hannessonar, oddvita okkar í kjördæminu þá er ég viss um þau prósent eru komin til okkar aftur eftir útsendinguna í kvöld. Hann stóð sig gríðarlega vel, sérstaklega í ljósi þess að um frumraun hans var að ræða.

Nú er landið að rísa. Ég finn að meðbyrinn er með okkur og hann verður það fram að kosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bíddu!  Stórsókn? Samt undir kjörfylgi! Rosalega þarf hið litla hjarta
SF lítið til að slá!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.3.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband