30.3.2007 | 08:17
Endurreisn velferðarkerfisins
Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að jafnaðarmenn taki við stjórnartaumunum hér í vor. Ríkisstjórn Framsóknaríhaldsins hefur gengið svo á velferðarkerfið á valdatíma sínum að það stórsér á því. Skattkerfið er þannig uppbyggt hjá þessari rikíssjtórn að það hyglir þeim efnameiri á kostnað þeirra efnaminni.
Íslenskt samfélag er sífellt að fjarlægjast hin samfélögin á Norðurlöndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Norræna jafnaðarmódelið hefur sannað að það er það kerfi sem best virkar. Sterkt velferðarkerfi sem ætlað er að tryggja öllum réttindi er eitthvað sem öll heimsbyggðin getur öfundað Norðurlöndin af.
Núverandi valdhafar hafa kerfisbundið sprengt göt í íslenska velferðarkerfið og þannig mulið það niður innan frá. Nú er nóg komið.
Fátæku fólki í samfélaginu fjölgar og þegar bent er á þessa staðreynd hefur ríkisstjórnin ekkert fram að færa nema hártoganir. Enginn vilji er sýndur til þess að leggjast yfir málið, greina vandann og reyna að leysa hann.
Til þess að endurreisa velferðarkerfið þarf sterka ríkisstjórn jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn byggðu upp það velferðarkerfi sem við þekkjum. Þeim einum er treystandi til þess að endurreisa það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.