Leita í fréttum mbl.is

Hjörlin voru ömurleg í Silfrinu í gær!

Það var vægast sagt ömurlegt að fylgjast með talsmanni Vinstri Grænna, Hjörleifi Guttormssyni í Silfrinu í gær í umræðum um álverið í Straumsvík.

Hans helsta markmið virtist vera að níða skóinn af Samfylkingunni í Hafnarfirði sem hefur þó verið eini opinberi aðilinn sem stigið hefur á bremsuna varðandi stækkun álversins í Straumsvík.

Hvernig hefur Samfylkingin í Hafnarfirði stigið á bremsuna? Jú, með því að leyfa fólkinu í bænum að kjósa um stækkunina. Það er auðvitað aðferðafræði sem Hjörleifur ekki skilur enda stjórnlyndisstjórnmálamaður af gamla skólanum. Enda byggði hann afstöðu sína til Samfylkingarinnar á því að hann myndi aldrei vinna með krötum eins og fram kemur í ævisögu Margrétar Frímannsdóttur.

Ég veit svo sem ekki með hverjum hann langar til að vinna, ef þá einhverjum.

Hjörleifur er einn helsti hugmyndafræðingur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.

Hann náði áður óþekktum hæðum í lýðskrumi þegar hann fór fram á það við Gunnar Svavarsson, forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði að fleiri en Hafnfirðingar fengju að taka þátt í kosingunum. Einnig taldi hann það vera vitleysu af Hafnarfjarðarbæ að leyfa fólkinu í bænum að kjósa um deiliskipulagstillöguna sem slíka.

Fyrrverandi iðnaðarráðherrann veit auðvitað vel að skipulagsvaldið er eina valdið sem er hjá bæjarfélaginu og því ógjörningur fyrir sveitarfélagið að leyfa íbúunum að kjósa um eitthvað annað. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur heldur ekki lögsögu yfir öðrum sveitarfélögum og getur því ekki leyft íbúum annarra sveitarfélaga að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Að halda slíku fram er hrein og klár fásinna.

Ef Hjörleifi Guttormssyni væri alvara með því að vilja fella núverandi ríkisstjórn og mynda hér öfluga vinstri stjórn að loknum kosningum myndi hann láta af ómálefnalegum árásum eins og þeirri sem hann hefur staðið fyrir gagnvart Samfylkingunni í Hafnarfirði. En ég held svei mér þá að honum sé ekki alvara með því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Hjörleifur hefur aldrei haft áhuga á að vinna með  neinum.  Hans draumur er að verða Kim Jong Il okkar Íslendinga þar sem hann ræður einn.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 26.3.2007 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband