26.3.2007 | 16:34
Hvað óttast hinir flokkarnir mest?
Eitt finnst mér mjög merkilegt í þessari kosningabaráttu sem nú er að einhverju leyti hafin. Það er sú staðreynd að allir aðrir flokkar hafa sameinast um að gera Samfylkinguna að sínum höfuðóvin. Framsókn, Íhaldið og Vinstri Grænir eru sammála um það ásamt Morgunblaðinu að hættulegasti andstæðingurinn sé sterkur jafnaðarmannaflokkur. Þess vegna hafa þessi öfl sameinast um það að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að gera Samfylkinguna ótrúverðuga. Sérstaklega eru árásir þessara pólitísku andstæðinga okkar harkalegar þegar um er að ræða okkar ágæta formann, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Nú er ekki svo að ég sé að kveinka mér undan þessum árásum heldur er ég nokkuð stoltur af þeim vegna þess að þær sýna það einfaldlega að ekkert hræðast valdaöflin innan þessara flokka meira heldur en Samfylkinguna. Það er sameiginlegt hagsmunamál þerra að reyna að halda Samfylkingunni niðri. Á meðan situr Sjálfstæðisflokkurinn til hliðar og kætist yfir öllu saman. Eina stjórnmálaaflið sem reynir að berjast gegn ægivaldi Sjálfstæðisflokksins er Samfylkingin. Það skyldi þó aldrei vera að ástæðan fyrir því að önnur stjórnmálaöfl eru svo lin í baráttu sinni gegn Íhaldinu sé sú að þau vonist til þess að Sjálfstæðismenn kippi þeim með í vagninn eftir kosningar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.