4.3.2007 | 21:13
Sigurður Kári vill að Siv segi af sér
Merkilegt að fylgjast með orðaskaki Jónínu Bjartmars og Sigurðar Kára Kristjánssonar í Silfrinu í dag. Þar rifust þau mjög heiftarlega um hið svokallaða auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Orðaskakið sýndi svo ekki verður um villst að stjórnarsamstarfið verður erfitt það sem eftir lifir kjörtímabilsins. En á það verður auðvitað að benda að einugis eru eftir tvær vikur af yfirstandandi þingi. Þannig að segja má að þetta útspil Framsóknar komi helst til seint.
Auðvitað eru það stórtíðindi eins og Guðmundur Steingrímsson benti réttilega á þegar stjórnarþingmaður fer fram á það að ráðherra samstarfsflokksins segi af sér. Þetta segir okkur að ríkisstjórnarsamstarfið er á brauðfótum og gerir ekkert meira en að hökta á vananum fram að kosningum. Til þess að bæta svo gráu ofan á svart hefur Siv neitað að tjá sig um ummæli þingmannsins.
Ég var sammála Guðmundi Steingrímssyni þegar hann talaði um að Framsókn hefði frekar átt að slíta stjórnarsamstarfinu þegar Davíð dró íslensku þjóðina inn á lista staðfastra þjóða. Ekkert mál held ég að hafi leikið Framsóknarflokkinn jafn illa og Íraksstríðið. Þá hefði verið lag og ástæða til að slíta stjórnarsamstarfinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.