4.3.2007 | 12:35
Ójöfnuðurinn vex í skjóli ríkisstjórnarinnar
Núverandi ríkisstjórn er búin að vera. Það þarf ekki annað en að fylgjast með gangi mála á flokksþingi Framsóknarflokksins. Framsóknarmenn eru greinilega búnir að fá sig fullsadda af vistinni hjá Íhaldinu. Þeir eru búnir að fá nóg af því að sitja í ójafnaðarríkisstjórn sem hefur kerfisbundið unnið að því að brjóta niður það velferðarnet sem þeir vilja gjarnan hreykja sér af á hátíðarstundum.
Á móti hefur þessi ójafnaðarríkisstjórn kerfisbundið hyglt auðmönnum og þá sérstaklega í gegnum skattkerfið og þannig stuðlað að því að ójöfnuðurinn hefur vaxið svo gríðarlega á undanförnum árum að undrun sætir. Þetta er fyrst og fremst verk þeirrar ríkissjórnar sem setið hefur á valdastóli í 12 ár. Frá því verki getur Framsóknarflokkurinn ekki hlaupið á síðustu metrunum fyrir kosningar.
Það var gaman að fylgjast með Stefáni Ólafssyni gefa Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni hvert rothöggið á fætur öðru um síðustu helgi í Silfrinu. Þar beitti frjálshyggjuhundurinn þeirri alkunnu taktík sinni þegar hann verður rökþrota að reyna að kjafta menn í kaf með bulli. Stefán hélt aftur á móti ávallt ró sinni og lét beinskeytt höggin dynja á Hannesi þannig að hann fékk ekki rönd við reist. Nú styttist hins vegar í kosningar og þá eru frjálshyggjupostular Íhaldsins alltaf sendir í frí þannig að Sjálfstæðisflokkurinn geti dulbúið sig sem fölbleikan krataflokk í aðdraganda kosninga.
Það er auðvitað algjörlega óþolandi að ríkisvaldið skuli með aðgerðum sínum í gegnum skattkerfið og með hvers kyns tekjutengingum stuðla að vexti ójafanaðar í samfélaginu. Vexti sem hefur verið svo ör að annað eins þekkist varla á byggðu bóli.
Af þeirr braut mun ný ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna snúa á næsta kjörtímabili.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.