Leita í fréttum mbl.is

Opinberar og hálfopinberar framkvæmdir

Vaðlaheiðargöng eru umdeild framkvæmd. Ekki bara framkvæmdin sem slík heldur hafa margir einnig deilt á það hvernig standa eigi að framkvæmdunum.

Gagnrýnendur hafa sagt að með því að fá sérstakt hlutfélag utan um framkvæmdina sé í raun verið að fela þann kostnað sem á endanum muni falla á almenna skattgreiðendur. Með öðrum orðum þá standist forsendur þeirra ekki. Að mati gagnrýnenda þýðir þetta að verið er að skuldbinda ríkissjóð til framtíðar með mjög ógagnsæjum hætti.

Stuðningsmenn framkvæmdarinnar telja aftur að móti að forsendurnar séu traustar og að göngin eigi eftir að standa undir sér með þeim veggjöldum sem lögð eru til. Eitt held ég samt að flestir séu sammála um, að um framkvæmdina eigi að gilda þau lög og þær reglur sem gilda um opinberar framkvæmdir, er varðar útboð og annað slíkt.

Þetta leiðir hugann að öðrum svipuðum verkefnum - en ekki endilega sambærilegum. Setur t.d. sveitarfélag það sem skilyrði fyrir móttöku gjafar - t.d. eitt stykki íþróttahús, svo dæmi sé tekið - frá fyrirtæki í sveitarfélaginu að farið verði eftir þeim lögum sem gilda um opinbera aðila við slíkar framkvæmdir?

Eða hefur sveitarfélagið e.t.v. fundið sér hjáleið framhjá þessum lögum til framtíðar litið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta er einfalt, það er verið að svindla sér í röð jarðganga á vegum Ríkisins, en allir vita að Norðfjarðargöng eru næst á listanum.

Eyjólfur G Svavarsson, 9.2.2012 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband