13.10.2010 | 13:55
Forréttindaþjóðin og hin
Í landinu búa tvær þjóðir; önnur nýtur forréttinda en hin ekki. Stærsti grunnurinn að þessu skipulagi var lagður á ríkisstjórnartímabili Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddsonar frá 1995 þar til báðir hrökkluðust frá völdum 2005 og 2006. Á þessu mesta frjálshyggjutímabili Íslandssögunnar jókst ójöfnuður svo hröðum skrefum að annað eins hefur varla sést á byggðu bóli.
Afleiðingar þessa frjálshyggjutímabils birtast okkur nú í formi blóði drifinna hrunfjárlaga. Fjármálaráðherra hefur kallað þessi fjárlög hin eiginlegu hrunfjárlög, þar sem hrunið leggst með fullum þunga yfir okkur. Þetta er sennilega ekki ofmælt.
Í sveitarfélaginu Hornafirði birtist niðurskurðurinn helst í rekstri Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands, HSSA. Þar er gert ráð fyrir niðurskurði upp á 56 milljónir eða 15%. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir litla stofnun sem áætlað er að fái rúmar 400 milljónir í framlög á yfirstandandi ári. Svigrúm til hagræðingar er því mjög takmarkað og því líklegt ef þessar áætlanir ná fram að ganga að grunnþjónustan skerðist.
Önnur birtingarmynd hrunsins eru skuldamál heimilanna. Þessa dagana er mikið fundað í stjórnarráðinu um mögulegar lausnir á þeim vandamálum með fulltrúum Hagsmunasamtaka heimilanna og fulltrúum stjórnarandstöðunnar. Sú mikla reiði, sem kraumaði í mótmælunum á Austurvell við þingsetningu í síðustu viku hjá þeim mikla fjölda sem mætti þangað, hefur greinilega hreyft við ríkisstjórn og Alþingi.
Ástæða reiðinnar er ekki síst sú að fólk telur að ekki hafi tekist að vinda ofan af skipulaginu, sem Halldór og Davíð lögðu grunn að tveggja þjóða skipulaginu nema síður. Vonir stóðu til þess að fyrsta tveggja flokka vinstri stjórn lýðveldistímans myndi vinda hratt og örugglega ofan af þessu skipulagi en þær vonir hafa ekki alveg gengið eftir.
Vonbrigðin leysast ekki síst í því að allt frá hruni hafa okkur reglulega borist fréttir af afskriftum skulda auðmanna hjá bönkunum, jafnvel þeirra sem talið er að eigi stóra sök á því að staða þjóðarbúsins er jafn slæm og raun ber vitni.
Það hjálpar ekki málstað umræddra auðmanna þegar fram kemur að stuttu áður en til afskrifta kom hafi þeir greitt sér himinhá laun eða arðgreiðslur sem eru ekki í nokkrum takti við raunveruleika almennings - venjulegs launafólks. Fólk spyr sig þá réttilega um forgangsröðun bankanna og siðferði auðmannanna sjálfra, þ.e. hvernig þeir geti tekið við himinháum afskriftum í ljósi þess að þeir eru nýbúnir að greiða sjálfum sér himinháar launa eða arðgreiðslur.
Kannski á þetta sér allt málefnalegar ástæður en það er þá auðmannanna sjálfra og bankanna að útskýra fyrir almennningi, sem skilur hvorki upp né niður í þessu, af hverju það er nauðsynlegt fyrir þá að láta annað fólk borga skuldirnar, sem þeir stofnuðu til sjálfir.
Tilfinning almennings rót reiðinnar er því sú að þeir, sem fengu gjafir frá stjórnvöldum fyrir ára á borð við kvóta, ríkisfyrirtæki, tryggingafélög og viðskiptabanka tilheyri ennþá forréttindastéttinni. Til að bíta höfuðið af skömminni er okkur svo ætlað að borga skuldirnar þeirra líka. Einhverjum kann að finnast þetta sanngjarnt fyrirkomulag - kannski þeim sem fá gjafirnar og afskriftirnar reglulega - en ég deili ekki þeirri skoðun.
Í samhengi við blóðugan niðurskurð á grunnþjónustu velferðarkerfisins og þar er niðurskurður á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands engin undantekning eru afskriftir á skuldum auðmanna hálf óraunverulegar ekki síst ef launa- og arðgreiðsluvilji eða getan hefur verið mikill skömmu áður en að afskriftunum kom.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Árni Rúnar. Þeir sem mættu á Austurvöll voru ekki að hugsa um Halldór Ásgrímsson eða Davíð Oddson. Þeir voru að hugsa um þá aumkunarverðu ríkisstjórn sem ekki tekur á þeim vanda sem við er að etja. Kennir öðum um og stingur höfðinu í sandinn og lokar augunum við því sem er við að fást. Hvort sem það er nú gert á Alþingi eða austur á fjörðum skiptir engu. Það er jafn aumt.
Sigurður Þorsteinsson, 14.10.2010 kl. 00:21
Lestu nú rannsóknarskýrslu Alþingis hvað seigir hún um hrunið.
Hverjir hækkuðu fjárlögin um 20% þegar þeir komust til valda og virtu aðvaranir ekki, sem komu af góðum hug til Íslendinga utan frá ?
Hver er sparnaðurinn af að flytja sjúkraaðgerðir til Reykjavíkur? verða færri veikir? við það eða eru læknar á landsbyggðinni aðgerðalausir sitja bara og hirða launin sín? ég bara spyr.
Það geta allir skilið sparnað en ekki tilfærslu fjármagns til Reykjavíkur og það alls ekki af hálfu VG sem seigir að það sé margt annað að gera á landsbyggðinni en stóriðja ekki á það að vera að annast sjúka að manni sýnist:
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 14.10.2010 kl. 13:28
Þessi skrif þín Árni eru til þess ein fallin að þjóna pólitiskri lund þinni og gera ekkert annað en að skaða það sveitarfélag sem þú ert kosin í forystu fyrir og til að gæta hagsmuna þess.Hrunliðið er fyrst og fremst afrakstur þeirrar pólitíkur sem R-listinn í Reykjavík rak.Höfuðborgin var í forystu við að hlaða undir útrásrvíkingana og var stjórnað af Samfylkingunni.Þetta sama lið ræðst nú að landsbyggðinni og telur sig eiga hana og allar auðlindir sem eru undan strundum landsins allt í kringum landið.Þú þjónar ekki hagsmunum fólks á landsbyggðinni með að þjóna mannorðsníðingum hrunliðsins í R.vík.En þú ætlar þér greinilega frama innan Samfylkingarinnar í R.vík rétt eins óg ónefndur þingmaður Samfylkigarinnar sem er með lögheimili á Vestfjörðum en býr í R.vík.Skrif þín í DV í dag eru þér til skammar og hneisu og eru til vitnis um vanþekkigu þína á sjávarútvegi.
Sigurgeir Jónsson, 16.10.2010 kl. 21:41
Blaðamaður sá sem skrifar níðgreinina í DV og þú ert þar til aðstoðar, var fyrir ekki löngu með útvarpsþætti á útvarpi Sögu.Þá þætti borgaði Jón Ásgeir nokkur Jóhannesson í gegnum Baug.Síðan gerðist blaðamaður þessi Jóhann Hauksson, blaðamaður DV sem þá var í eigu stjórnarformanns Baugs. Þú ert í "góðum" félagsskap Árni.Þú ert í félagsskap sem starfaði í skjóli R-listans, sem var undir forystu flokks þíns, Samfylkingarinnar.
Sigurgeir Jónsson, 17.10.2010 kl. 04:47
Og af hverju skyldi banki sá sem starfar í skjóli flokks þíns, hafa afskrifað að hluta þau lán sem skrif þín byggjast á.Er það ekki vegna þess að ef það fyrirtæki sem um ræðir,Nóna, hefði farið í þrot þá hefði bankinn tapað meira.Og er það ekki vegna þess að ríkið, sem stjórnað er af Samfylkingunni, fær skatt af afskriftunum.Tilgangur skrifa þinna er fyrst og fremst gerður til að fela aumingjagang Samfylkingarinnar við stjórn landsins og þess banka sem er undir stjórn Samfylkingarinnar í gegnum ríkið Landsbankans, sem sá um þær afskriftir sem skrif þín og annarra níðpenna byggjast á.Tilgangur Samfylkingarinnar helgar það meðal sem hún notar í rógi sínum
Sigurgeir Jónsson, 17.10.2010 kl. 05:21
Flottur pistill Árni. Leiðinlegt að hann hefur snert við einhverjum.
Málið er að nú stendur ríkisstjórn félagshyggjufólks í því að rústa velferðarkerfið af því að hægri stjórnin í blindri trú á ágæti kapítalismans eyðilegði íslenskt samfélag.
Það er sístækkandi hópur af fátæku fólki í okkar landi og nú dregst stór hluti af millistéttinni niður þangað líka.
Þetta er ekki skemmtileg staða, en eitthvað verður að gera og lausnirar mega ekki vera allar á kosntað þeirra verst settu.
Jón Halldór Guðmundsson, 19.10.2010 kl. 08:32
Ég er ánægður með þig Árni, þú sýnir mikið hugrekki með því að bera fram fyrirspurn um afskriftir hjá Skinney-Þinganesi og dótturfélagi fyrirtækisins, Nónu ehf.
Fréttir af afskiftum hjá einkahlutafélaginu Nónu ehf kynntu vel undir mótmælendum á Austurvelli í byrjun mánaðarins og í dag fengu Landsbankamenn að heyra það.
Það er erfitt að vera í þessari baráttu á litlum stað þar sem nálægðin er svo mikil og þöggunin algjör. En áfram Árni.
Sigurpáll Ingibergsson, 19.10.2010 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.