27.1.2007 | 15:57
Tökum ekki þátt í þagnarbandalagi um Evrópumál
Mikið gladdi það mitt litla hjarta að sjá það haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu, mínum ágæta formanni að Samfylkingin ætlaði ekki að taka þátt í þagnarbandalagi um Evrópumál. Þetta mun hún hafa sagt á aðalfundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Ég tek heils hugar undir með Ingibjörgu að Við megum ekki láta aðra stjórnmálaflokka þegja þetta framfaramál í hel.
Hún talaði einning um að Samfylkingin hefði sett tvö stór mál á dagskrá núna með stuttu millibili. Annars vegar alltof hátt matvælaverð á landinu og hins vegar upptöku Evrunnar og málefni Evrópubandalagsins. Við höfum talað fyrir því að innganga í ESB hefði þau áhrif að þeir okurvextir sem íslenskur almenningur býr við fari lækkandi. Þetta er eitthvað sem aðrir stjórnamálaflokkar vilja ekkert vita af. Við höfum líka talað fyrir því að innganga í ESB og upptaka Evrunnar myndi færa okkur lægra verðlag á Íslandi. Þetta er líka eitthvað sem aðrir stjórnmálaflokkar vilja ekkert vita af.
Evrópumálin verður að ræða af alvöru í þessari kosningabaráttu. Okurvaxtapíndur almenningur á Íslandi á það skilið. Jafnaðarmenn munu að sjálfsögðu leiða þá umræðu líkt og verið hefur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:58 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Þetta tal Ingibjargar um ,,Þagnarbandalag um Evrópumál" er út í
hött. Evrópumálin hafa verið, eru og verða á dagsskráð íslenzkra
stjórnmála svo lengi sem einhver áhugi er á slíku.
Hins vegar virðist sem betur fer að áhugi meðal íslenzkra kjósenda að Ísland gangi í Evrópusambandið og taki upp evro vera takmark-
aður og fari minnkandi. Þetta kom fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins 24 jan s.l. Athygli vakti hversu mikil andstaða er meðal
Samfylkingarfólks við Evrópusambandsaðild, en skv. þessari könnun
voru 41.2 samfylkingarfólks á móti aðild en 50.5 fylgjandi.
Þannig að ekki einu sinni innan síns eigin flokks á Ingibjörg sterkan
stuðning við þau fráleitu áform sín að troða Íslandi inn í ESB og taka
upp evru.
Það er barnaskapur að kenna íslenzku krónunni um hátt matarverð
og háum vöxtum. Hvorttveggna er pólitiskt úrlausnarefni alveg
ótengd evru og ESB. Spurning um efnahagsstjórn og aðhald í
ríkis- og peningamálum. Og þegar það bregst er ómetanlegt að
hafa sjálfstæðan gjaldmiðil til að afrugla slíkt misvægi. Með evru
væri það ekki fyrir hendi, sem gæti kallað á mikla erfiðleika meðal
atvinnulífsins og bullandi atvinnuleysi. Það er kannski það sem
Ingibjörg og Co eru að kalla eftir. Þá hefur hún og aðrir Evrópusinnar
ALDREI svarað því hvernig íslenzk yfirráð yfir fiskimiðunum verði tryggð til frambúðar með inngöngu í Evrópusambandið. Hvernig á t.d að koma í veg fyrir það að erlendir aðilar eignist meirihluta í íslenzkum
útgerðum, og þar með kvótann, og geti þar með siglt með hann til
Evrópu án viðkomu á Íslandi og þar með eytt virðisaukanum af
honum í íslenzka þjóðarbúið? Auk þess myndum við glata öllum
viðskiptasamningsrétti Íslands við öll lönd utan Evrópusambandsisns.
Já við myndum stórskerða okkar fullveldi og sjálfstæði við inngöngu
í Evrópusambandið, auk þess að hafa þar lítils sem engin áhrif.
Innan við 1% atkvæða á Evrópuþinginu.
Nei sem betur fer er stuðningur þjóðarinnar við skoðanir Ingibjargar
og forystu Samfylkingar mjög dvínandi. Og fylgir hrynur af
Samfylkingunni nú í kjölfar þingkosninga. Það er það gleðilegasta
í þessu öllu!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.1.2007 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.