26.1.2007 | 13:37
Rýnt í marklausar kannanir
Heldur finnst mér menn draga of miklar ályktanir af könnun Frjálsrar Verslunar fyrir vefsvæðið heimur.is. Úrtakið var minna en í könnun Fréttablaðsins fyrir skemmstu og svörunin álíka slæm.
Fyrirsagnir eins og "Ingibjörg í frjálsu falli" eiga einfaldlega ekki við nein rök að styðjast. Eina mælingin sem máli skiptir fer fram 12. maí nk. og þá sést hvort einhverjir flokkar eða leiðtogar þeirra eru í frjálsu falli.
Nú skiptir mestu máli fyrir Samfylkinguna að koma sinni skýru og góðu stefnu á framfæri, flokksfólk þarf að halda ró sinni, snúa bökum saman og standa þétt við bakið á forystunni.
Þegar fylgi Samfylkingarinnar var komið niður í 11% undir forystu Össurar Skarphéðinssonar þá báru flokksmenn gæfu til þess að gera nákvæmlega þetta og leiðin lá upp á við. Vonandi ber flokksfólki gæfa til þess að endurtaka þann leik, líka Hrafni Jökulssyni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Mér sýnist nú á skrifum Hrafns Jökulssonar að hann sé nú ekki "flokksmaður" Samfylkingarinnar eins og þú flokkar hann. Grunar að hann hafi horfið frá því að vera hægri krati og sé nú orðinn þjóðernissinnaður sósíalisti og kjósi VG. Alla vegana skýtur hann fast á SF en talar ætíð vel um VG.....
Sigfús Þ. Sigmundsson, 26.1.2007 kl. 14:13
Ertu ekki að grínast, "koma sinni skýru og góðu stefnu á framfæri" ?????
Friðrik V. (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.