Leita í fréttum mbl.is

Á Snæfellsnesi

Það kom manni óneitanlega á óvart að Jón Bjarnason, Sjávarútvegs - og landbúnaðarráðherra, skyldi ekki hafa séð sér fært að mæta á ríkisstjórnarfund í gær. Það kom sérstaklega á óvart vegna þess að í gær var haft eftir honum á forsíðu Morgunblaðsins að aðlögunarferli að ESB væri í raun hafið en ekki sé lengur um að ræða viðræðuferli við ESB eins og áður var talið - og hann vilji þess vegna að ferlið verði stöðvað. Þessa afstöðu byggir hann á minnisblaði ráðuneytisstjóra Sjávarútvegs - og landbúnaðarráðuneytisns um stöðuna í aðildrarviðræðunum.

Af þessum sökum hefði maður búist við því að ráðherrann myndi mæta galvaskur á fund ríkisstjórnar sinnar og greina frá uppgötvunum sínum og leggja það til að ríkisstjórnin myndi hafa forgöngu um það að umsóknin að ESB yrði dregin til baka. En þá bregður svo við að ráðherrann er upptekinn við brýnni mál vestur á Snæfellsnesi. Nú vil ég alls ekki gera lítið úr erindum hans fyrir vestan og víst er að það er bæði gaman og fallegt á Snæfellsnesi en maður hefði einhvern veginn haldið - í ljósi uppgötvana ráðherrans - að hann myndi mæta á ríkisstjórnarfund og greina samráðherrum sínum frá hinni nýju stöðu sem upp er komin í umsóknarferlinu og sínum sjónarmiðum varðandi framhaldið.

Þannig hefði líka mátt koma í veg fyrir þennan bjarnfreðska misskilning sem virðist tröllríða húsum í Sjávarútvegs - og landbúnaðarráðuneytinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég held að ráðherrar ríkisstjórnarinnar þurfi að tala saman á ríkisstjórnarfundum, ekki í gegnum yfirlýsingar í fjölmiðlum.

Jón Halldór Guðmundsson, 28.8.2010 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband