Leita í fréttum mbl.is

Regluverk jöfnunarsjóðs endurskoðað

Starfshópur samgöngu - og sveitarstjórnarráðherra, sem ætlað var að endurskoða laga - og reglugerðarákvæði um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, birti skýrslu sína í dag. Flosi Eiríksson, formaður starfshópsins og Kristján L. Möller, samgöngu - og sveitarstjórnarráðherra kynntu helstu niðurstöður og tillögur starfshópsins á blaðamannafundi í dag.

Tillögurnar fela í sér töluverðar breytingar á regluverki sjóðsins. En í grófum dráttum má segja að þær felist í því að jöfnunarframlag sjóðsins til sveitarfélaga verði miðað við útgjaldaþörf sveitarfélaganna en svokallað tekjujöfnunarframlag verði lagt niður. Til þess að meta útgjaldaþörf sveitarfélaganna verði þróaðar leiðir til þess að meta útgjaldaþörf sveitarfélaga til lögbundinna og venjubundinna verkefna á vegum sveitarfélaganna. Markmiðið með þessari breytingu er auðvitað að tryggja að peningarnir skili sér þangað sem þeirra er þörf, þ.e. til þeirra sveitarfélaga sem eru að veita íbúum sínum nauðsynlega og eðlilega þjónustu.

Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru ein af meginstoðum skatttekna Sveitarfélagsins Hornafjarðar og eru framlög úr sjóðnum yfir 25% af skatttekjum sveitarfélagsins. Full þörf er því á að bæjarfulltrúar og starfsmenn sveitarfélagsins fari vel yfir þessar tillögur og kynni þær sér ítarlega. Málið verður væntanlega kynnt á næsta bæjarráðsfundi.

Hægt er að kynna sér helstu niðurstöður og skýrslu starfshópsins hér.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband