Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta mál - samþykkt

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær tillögu mína um undirbúning endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins. Hún felur í sér að umhverfis - og skipulagsnefnd er falið að móta tillögur fyrir bæjarstjórn um með hvaða hætti verður staðið að endurskoðun aðalskipulags á þessu kjörtímabili.

Á síðasta kjörtímabili vann starfshópur, sem bæjarstjórn skipaði, að endurskoðuninni. Ljóst var af þeirri vinnu að endurskoðun er orðin tímabær. Vinna starfshópsins á síðasta kjörtímabili ætti að geta nýst við endurskoðunina á þessu kjörtímabili.

Hér er um stórt, flókið og tímafrekt verkefni að ræða. Af þeim sökum taldi ég mikilvægt að undirbúningur þess hæfist sem fyrst og þess vegna var tillagan lögð fram á fundi bæjarráðs í gær.

Lögð var áhersla á að tillögur umhverfis - og skipulagsnefndar til bæjarstjórnar, sem eiga liggja fyrir á fundi bæjarstjórnar í október, segðu til um það með hvaða hætti samráði við almenning verður háttað og hvort grundvöllur sé fyrir því að halda sérstakt íbúaþing vegna endurskoðunarinnar.

Tillagan sem lögð var fram og samþykkt í gær er eftirfarandi:

Endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins

Tillaga áheyrnarfulltrúa Samfylkingarinnar

Bæjarráð samþykkir að vísa afrakstri vinnu starfhóps um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins, sem bæjarstjórn skipaði á síðasta kjörtímabili, til umfjöllunar í umhverfis – og skipulagsnefnd. Bæjarráð felur umhverfis – og skipulagsnefnd að fara yfir fyrirliggjandi gögn um endurskoðun aðalskipulags og móta tillögur fyrir bæjarstjórn með hvaða hætti unnið verður að endurskoðun aðalskipulags á þessu kjörtímabili. Bæjarráð leggur áherslu á að tillögur umhverfis – og skipulagsnefndar feli í sér víðtækt samráð við almenning og kannað verði hvort grundvöllur sé til að halda sérstakt íbúaþing í tengslum við endurskoðun aðalskipulags. Tillögur umhverfis – og skipulagsnefndar skulu liggja fyrir á fundi bæjarstjórnar í október 2010. 

Það er mjög ánægjulegt að þetta viðamikla og mikilvæga mál sé komið á undirbúningsstig strax vegna þess að ein meginástæða þess að ekki tókst að ljúka því á síðasta kjörtímabili var að vinnan fór einfaldlega of seint af stað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Gott að góð mál fá góðan hljómgrunn!

Jón Halldór Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband