19.6.2010 | 16:59
Áherslur á kjörtímabilinu
Frá því ég tók sæti í bæjarstjórn Hornafjarðar fyrir fjórum árum hefur mér fundist megineinkenni bæjarstjórnar Hornafjarðar vera góð samstaða um stóru málin. Einnig hefur mér fundist góð samvinna á milli allra framboða í bæjarstjórn sérstaklega þegur kemur að því að leysa úr stóru málunum sem koma inn á borð bæjarstjórnar.
Í grófum dráttum hefur mér fundist bæði meiri - og minnihluti í bæjarstjórn Hornafjarðar ástunda vinnubrögð sem mjög er kallað eftir á Íslandi nú um stundir. Þetta verða vonandi áfram megineikennin á bæjarstjórninni á nýhöfnu kjörtímabili - þótt hið pólitíska landslag hafi töluvert breyst.
Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar lagði ég fram stutta bókun um áherslur Samfylkingarinnar í bæjarstjórn á kjörtímabilinu. Bókunin var lögð fram í ljósi þess að Samfylkingin starfar nú í minnihluta eftir að hafa starfað með Framsóknarflokknum í meirihluta á síðasta kjörtímabili, sem nú er með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Ég læt bókunina fylgja hér með:
Samfylkingin hefur nú sitt annað kjörtímabil í bæjarstjórn Hornafjarðar. Eftir að hafa starfað í meirihluta á síðasta kjörtímabili urðu niðurstöður kosninganna þær að Samfylkingin starfar minnihluta á nýhöfnu kjörtímabili.
Nýkjörin bæjarstjórn tekur við góðu búi. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er sterk og rekstur sveitarfélagsins er traustur. Þessa stöðu verður að verja með öllum tiltækum ráðum og það krefst samstillts átaks bæjarstjórnar vegna erfiðra efnahagsaðstæðna á Íslandi.
Harkalegur niðurskurður ríkisútgjalda er hafinn og mun vera viðvarandi á fjárlögum næstu ára. Bæjarstjórn Hornafjarðar verður að berjast fyrir því að niðurskurður stjórnvalda fækki ekki opinberum störfum í sveitarfélaginu. Í atvinnumálum almennt verður sveitarfélagið að leita leiða til þess að koma í veg fyrir einsleitni í atvinnulífinu.
Á kjörtímabilinu mun Samfylkingin leggja áherslu á að bæjarstjórn forgangsraði í þágu velferðarþjónustunnar í sveitarfélaginu. Á tímum minnkandi tekna er forgangsatriði að velferðin verði varin, þar sem þarfir fjölskyldunnar eru í fyrirrúmi.
Samfylkingin mun nú sem fyrr leggja öllum góðum málum lið í bæjarstjórn en mun jafnframt veita nýjum meirihluta Framsóknarflokksins kröftugt aðhald í öðrum málum. Það er von Samfylkingarinnar að samstarf nýkjörinnar bæjarstjórnar verði farsælt og að málefnaleg umræða verði áfram megineinkenni bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar og að því mun Samfylkingin vinna.
Einnig gerðu bæjarfulltrúar D - lista Sjálfstæðisflokksins og S - lista Samfylkingarinnar grein fyrir samkomulagi á milli framboðanna um skiptingu fulltrúa minnihlutans í nefndum sveitarfélagsins. Hægt er kynna sér nánar nefndaskipan sveitarfélagsins hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.