Leita í fréttum mbl.is

Valgerður skammar Haarde - ríkisstjórn á brauðfótum

Það var gaman að fylgjast með utanríkisráðherranum í fréttum Stöðvar tvö í gær. Þar húðskammaði Valgerður Sverrisdóttir forsætisráðherrann og reyndar samstarfsflokkinn í ríkisstjórn eins og hann lagði sig fyrir viðkvæmni gagnvart eðlilegri umræðu um Evruna og Evrópusambandið. Loftstraumurinn á milli ríkisstjórnarflokkanna er greinilega að kólna meir og meir í aðdraganda kosninga. Framsókn mun reyna sitt ýtrasta til þess að aðgreina sig frá Íhaldinu kortéri fyrir kosningar.

Tólf ára gamalt valdabandalag verður þó erftitt að þurrka út með einu pennastriki rétt fyrir kosningar. Fróðlegt verður líka að fylgjast viðbrögðum Sjálfstæðismanna við þessum tilburðum samstarfsflokksins á næstu vikum og mánuðum.

Það er a.m.k. ljóst að þessi ríkisstjórn gerir ekkert meira en að hökta fram að kosningum. Hún gerir það bara af gömlum vana enda ráðherrastólarnir hlýir á köldum vetrarmánuðum. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekkert fram að færa. Hún hefur engar lausnir, engar hugsjónir og engan vilja til góðra verka.

Ekki verður heldur betur séð en að síðustu mánuðir þessarar ríkisstjórnar við völd muni einkennast af innanbúðarátökum ef eitthvað er að marka orð Valgerðar í gær. Langt er síðan maður hefur hlustað á ráðherra skamma með jafn afgerandi hætti samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn. Skemmst er að minnast þess þegar flokkarnir tveir deildu um það hvort stuðningurinn við innrásina í Írak hafi verði mistök eða ekki. Flokkarnir eru ekki samstíga varðandi hlutafélagavæðingu RÚV og nú síðast má heyra það að flokkarnir ganga ekki í takt hvað varðar umræðuna um hugsanlega upptöku Evrunnar.

Maður þarf í raun áttavita til þess að átta sig á málflutningi ríkisstjórnarinnar um þessar mundir, slíkt er stefnuleysið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tökum upp Evru, Sindra í aðra deild, sendum utanríkisráðherrann til Brighton í enskunám og Árna á þing.

Kv. Tóti

Þórarinn B. Þórarinsson (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 17:18

2 Smámynd: Árni Rúnar Þorvaldsson

Heill og sæll félagi Þórarinn. Þakka góðar kveðjur. Tek undir flest það sem þarna kemur fram nema það að Sindri er í 2. deild. Utanríkisráðherra hefði gott af enskunámskeiði í Brighton.

kv. ÁRÞ

Árni Rúnar Þorvaldsson , 19.1.2007 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband