Leita í fréttum mbl.is

Óvissu um verslunarmál eytt

Ánægjulegt var að lesa fréttir í dag á hornfirsku vefmiðlunum hornafjordur.is og horn.is um framtíð matvöruverlsunar á Hornafirði.

Nú hafa forsvarsmenn KHB ákveðið að í Miðbæ komi Nettó lágvöruverlsun. Með þessari ákvörðun er óvissunni um hvaða verlsun komi til með að þjóna Hornfirðingum á næstu árum eytt.

Því ber vissulega að fagna og þá sérstaklega í ljósi þessi að verulega var farið að reyna á langlundargeð Hornfirðinga í þessum efnum sem þó er nóg af. Vonandi verður þessi verslun með þeim hætti að Hornfirðingar sjái sér hag í því að gera heildarinnkaup á staðnum. Í núverandi ástandi hefur það svo sannarlega breyst. Hornfirðingar hafa í auknum mæli verslað á Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta ástand hefur svo sannarlega komið niður á annarri verslun í sveitarfélaginu.

Með nýrri og glæsilegri Nettó verslun vonum við að þetta ástand komi til með að batna. Engin ástæða er til að ætla annað.

Nánar má lesa um málið á þessum slóðum:

http://www.hornafjordur.is/frettir/2007/01/13/nr/4138

http://www.horn.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt fyrir heimsókn

Ólafur fannberg, 14.1.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband