13.1.2007 | 19:35
Í erfiðleikum með Evru
Magnað var að fylgjast með Geir H. Haarde, forsætisráðherra fjalla um hugsanlega upptöku Evrunnar í sjónvarpinu fyrir skemmstu. Hann taldi það óráðlegt að taka upp Evruna en færði í raun engin rök fyrir þeirri afstöðu sinni.
Einnig blés hann á það að ósætti væri innan ríkisstjórnarinnar í Evrumálum. Þó liggur það ljóst fyrir að Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra hefur talað mjög á þeim nótum að skynsamlegt væri að taka upp Evruna. Fleiri framsóknarmenn hafa talað á þessum nótum á undanförnum árum. Íhaldið heldur hins vegar fast í þá afstöðu sína sem þeir hafa gert að listgrein á undanförnum árum, þ.e. að stinga höfðinu í sandinn og svara út í hött.
Forsætisráðherrann kórónaði síðan allt saman þegar lýsti þeirri skoðun sinni að það væri í raun bara Samfylkingarfólk sem gæti talað krónuna niður en ekki Framsóknarfólk. Ekki var hægt að skilja orð hans öðruvísi þegar fréttamaður spurði hann hvort hann væri að beina orðum sínum til Framsókarmanna sem töluðu um upptöku Evrunnar. Hann var nú aldeilis ekki að því heldur var hann að tala um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar. Hún ein hefði talað krónuna niður og var því sek um óábyrgt hjal. Það var einmitt það!!!
Er hægt að bjóða fóki upp á svona umræðu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
innritunarkvitt
Ólafur fannberg, 13.1.2007 kl. 19:50
Ingibjörg Sólrún hlýtur að fara að geta komið því inn í höfuðið á sér að ekki verður tekin upp evra án þess að ganga í evrópusambandið. Það tekur marga mánuði jafnvel ár, er flókið ferli og það eru strangir og margir skilmálar fólgnir í því. Því verður ekki í þetta hlaupið. Ingibjörg og hennar flokkur skilja hins vegar ekki gildi þess að gera hlutina vel og hugsa þá út í gegn og geta þar af leiðandi aldrei tekið afleiðingum ef ílla fer. Kveðja
Steingrímur Páll (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.