Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
27.11.2011 | 12:23
Hugleiðingar
Er rétti tíminn til þess að semja um aðild að Evrópusambandinu kominn og farinn? Ef svo er hver var þá rétti tíminn til þess að semja um aðild og hvaða stjórnmálaflokkar gerðu þau mistök að sækja ekki um aðild á réttum tíma?
Ef rétti tímapunkturinn er ekki núna og hann er ekki kominn og farinn, hvenær verður þá rétti tíminn til þess að sækja um aðild að Evrópusambandinu?
Meðan allt leikur í lyndi eins og á góðærisárunum - nei, þá töldu menn það algjörlega óþarft. Við þyrftum ekkert á Evrópusambandinu að halda. Það gæti lært af okkur.
Eftir hrun - nei, þá töldu menn að við ættum alls ekki að sækja um aðild þegar við værum á hnjánum efnahagslega. Fyrst yrðum við að ná okkur á strik efnahagslega á nýjan leik, helst á sama stað og árið 2007. En þá myndu sennilega sömu rök gilda og giltu á góðærisárunum, þ.e. til hvers að sækja um - okkur gengur svo vel, við þurfum ekkert á ESB að halda.
Eftir stendur að erfitt er að finna hinn eina rétta tímapunkt til þess að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Annað hvort er maður fylgjandi því íslenskir kjósendur fái tækifæri til þess að taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu eða mótfallinn því. Það að segjast vera hlynntur opinni og gagnrýnni umræðu um evrópumál segir manni hins vegar afskaplega lítið. Það er froðusnakk sem flestir geta sennilega skrifað upp á gagnrýnislaust.
Sterkustu sérhagsmunaöflin í samfélaginu vilja hrifsa það tækifæri af þjóðinni að taka afstöðu til aðildarsamnings að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sömu sérhagsmunaöfl hafa í stórum stíl sagt skilið við íslenksu krónuna - flúið hana - en vilja láta íslenska almenning sitja uppi með hana. Sérhagsmunagæslan hefur lengst af stýrt íslenskum stjórnmálum. Sérhagsmunaöflin hafa mikil ítök í öllum sjávar - og útgerðarbæjum. Hornafjörður er þar engin undantekning. Óskhyggju um brotthvarf ríkisstjórnarinnar ber ekki síst að skoða í þessu ljósi og í samhengi við boðaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Af mbl.is
Erlent
- Segir að verið sé að svindla á Bandaríkjunum
- Fjórir létust er þyrla flaug utan í sjúkrahús
- Bandaríkjamenn skutu niður eigin herþotu
- Skotið á sama skólann þrisvar á árinu
- Undirritar bráðabirgðafjárlög eftir dramatíska viku
- Barnið sem lést var níu ára gamalt
- Tók þrjár mínútur að drepa fimm og særa 200
- Fimm látnir í Magdeburg