Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Öflugur framboðslisti

 

Samfylkingin á Hornafirði samþykkti einróma á félagsfundi sínum fimmtudaginn 25. mars tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Á fundinum kom fram mikil ánægja með framboðslistann og störf uppstillingarnefndar.

Fyrstu tvö sætin skipa bæjarfulltrúarnir Árni Rúnar Þorvaldsson og Guðrún Ingimundardóttir. Þriðja sætið, sem jafnframt er baráttusæti Samfylkingarinnar í kosningunum, skipar Matthildur Ásmundardóttir, varabæjarfulltrúi. Þau hafa öll starfað af miklum krafti í þágu sveitarfélagsins á kjörtímabilinu fyrir hönd Samfylkingarinnar. Árni er formaður bæjarráðs, Guðrún er formaður menningar - og tómstundarnefndar og varaformaður heilbrigðis - og öldrunarráðs og Matthildur hefur stýrt vinnu við gerð fjölskyldustefnu fyrir sveitarfélagið svo fátt eitt sé nefnt.

Á því kjörtímabili sem nú er að renna sitt skeið á enda hefur Samfylkingin haft tvo fulltrúa í bæjarstjórn og verið í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum. Staða sveitarfélagsins er sterk um þessar mundir og sveitarfélagið er vel í stakk búið til þess að takast á við verkefni framtíðarinnar en það er ekki einkennandi ástand almennt fyrir sveitarfélögin í landinu. Samfylkingin er stolt af verkum sínum í bæjarstjórn á þessu kjörtímabili og með öflugum framboðslista og skýrri stefnu telur Samfylkingarfólk allar forsendur fyrir því að Samfylkingin styrki stöðu sína í bæjarstjórn Hornafjarðar á næsta kjörtímabili. Af þeim sökum hefur Samfylkingin tekið stefnuna á að bæta við sig manni í bæjarstjórn og skipar Matthildur Ásmundardóttir það sæti. Á fundinum kom einnig fram ánægja með samstarfið í meirihlutanum kjörtímabilinu sem og samstarfið við bæjarstjórann, Hjalta Þór Vignisson.

En listinn er annars þannig skipaður:

1. Árni Rúnar Þorvaldsson

2. Guðrún Ingimundardóttir

3. Matthildur Ásmundardóttir

4. Stephen Róbert Johnson

5. Anna María Ríkharðsdóttir

6. Katarzyna Irena Thomas

7. Torfi Friðfinnsson

8. Ragnheiður Sigjónsdóttir

9. Lars Jóhann Andrésson

10. Berglind Steinþórsdóttir

11. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

12. Kristín Gísladóttir

13. Erna Gísladóttir

14. Ragnar Arason


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband