Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
31.8.2007 | 18:15
Sviksemi og launráð Samfylkingarinnar
Það er svolítið skondið að fylgjast með þeirri tortryggni sem ríkir á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins í garð Samfylkingarinnar og þá sérstaklega í garð formannsins.
Þar á bæ virðast menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að eina ástæðan fyrir því að Samfylkingin fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum hafi verið sú að sprengja ríkisstjórnina á ákveðnum tímapuntki. Ritstjórnin veit meira að segja af hverju Samfylkingin sprengir ríkisstjórnarsamstarfið. Jú, það verður út af átökum um gjaldmiðilinn. Gott er að sjá inn í framtíðina.
Staksteinar virðast hafa verið hugsaðir gagngert til þess að búa til vettvang fyrir paranoiuórana sem hafa hreiðrað um sig á ritstjórninni. Því ekki geta menn birt þessa þvælu sem birtist í Staksteinum í dag undir nafni, það segir sig sjálft.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2007 | 23:54
Skipað í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs
Það var mikið gleðiefni að sjá frétt þess efnis að búið væri að skipa stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Ráðgert er að þessi stærsti þjóðgarður Evrópu verði formlega stofnaður snemma á næsta ári. Nokkuð var tekist á um stjórnskipan þjóðgarðsins þegar lögin um hann voru samþykkt á Alþingi. Sérstaklega þótti mörgum sem áhrif heimamanna í yfirstjórn þjóðgarðsins væru helst til mikil.
Í stjórninni sitja sjö fulltrúar. Hún verður m.a. skipuð fjórum formönnum svæðisráða. Fyrir okkar svæði situr í stjórninni Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri og varamaður hans er Björn Ingi Jónsson, bæjarfulltrúi. Umhverfisráðherra hefur skipaða Önnu Kristínu Ólafsdóttur, aðstoðarmann sinn formann stjórnarinnar. Mér þykir þetta sýna að ráðherra ætlar að vera virkur þátttandi í uppbyggingu þjóðgarðsins og fylgjast vel með gangi mála. Enda er hér um gríðarlega stórt verkefni á sviði umhverfisverndar að ræða.
Í ljósi niðurskurðar á aflaheimildum á þorski hefur sveitarstjórn Hornafjarðar bent ríkisvaldinu á það að flýta allri uppbyggingu þjóðgarðsins. Við höfum einnig lagt það til að höfðuðstöðvar þjóðgarðsins verði staðsettar hér í sveitarfélaginu, nánar tiltekið á Höfn í nágrenni við Nýheima, frumkvöðla - og fræðasetur sveitarfélgsins. Höfuðstöðvar stærsta þjóðgarðs Evrópu ættu svo sannarlega vel heima í slíku umhverfi og myndi líka styðja vel við bakið á þeirri starfsemi sem fyrir er. Öflugri mótvægisaðgerð er vart hægt að hugsa sér fyrir sveitarfélag sem er á jaðri jökulrandar Vatnajökuls.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.8.2007 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2007 | 23:25
Nýr vegur yfir Hornafjarðarfljót
Undanfarna daga og vikur hefur farið fram töluverð umræða um fyrirhugaða veglagningu yfir Hornafjarðarfljót. Um er að ræða gríðarlega samgöngubót á Suðausturhorni landsins. Hringvegurinn kemur til með styttast um 10 - 12 km. allt eftir því hvaða leið verður fyrir valinu af þeim þremur sem liggja til grundvallar í í framkvæmdamati Vegagerðarinnar.
Stytting hringvegarins er þó ekki eina hagsmunamálið sem skiptir máli þegar fjallað er um veglagninguna. Það skiptir okkur sem búum í þessu stóra sveitarfélagi gríðarlega miklu máli að stytta vegalengdir innan sveitarfélagsins. Samgöngubætur og stytting vegalengda eru mikið hagsmunamál fyrir sveitarfélög á landsbyggðinn og þessi framkvæmd mun án nokkurs vafa skila miklu fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð.
Eflaust gera ekki sér ekki allir grein fyrir því að eftir að sameining sveitarfélaga í Austur - Skaftafellssýslu átti sér stað fyrir nokkrum árum þá nær Sveitarfélagið Hornafjörður frá miðjum Skeiðarársandi í vestri til Hvalnesskriða í austri. Tæp 20% þjóðvegarins eru innan okkar sveitarfélags. Eins og gefur að skilja þá er stytting vegalengda í svo víðfeðmu sveitarfélagi stórkostlegt hagsmunamál enda hafa Hornfirðingar lengi barist fyrir þessari framkvæmd.
Það er von okkar að framkvæmdin komi til með að færa dreifbýlið í vestari hluta sveitarfélagsisn nær þéttbýlinu á Höfn þannig að styttra verði í alla þjónustu fyrir þá íbúa sveitarfélagsins sem þar búa. En það er líka von okkar að þessi framkvæmd færi þéttbýlið á Höfn nær dreifbýlinu því eins og allir vita þá hefur á síðustu árum átt sér stað sprenging í uppbyggingu ferðamannaiðnaðarins í dreifbýlinu. Fólk úr þéttbýlinu þarf því í auknum mæli að sækja atvinnu í dreifbýlið og þá sérstaklega yfir sumartímann. Við vonum að framkvæmdin stækki okkar atvinnu - og þjónustusvæði.
Auðvitað eru ekki allir á eitt sáttir við fyrirhugaðar framkvæmdir og sitt sýnist hverjum. En hafa ber í huga að hér er um það miklar framkvæmdir að ræða að ómögulegt væri að ætlast til þess að allir væru á eitt sáttir. Algjör einhugur hefur hins vegar verið um málið innan bæjarstjórnar frá upphafi. Hún vill að sú leið sem styttir þjóveginn og vegalengdir innan sveitarfélagsins mest, þ.e. leið 3 eins og hún er kölluð, verði fyrir valinu. Ef hins vegar framkvæmdamat Vegagerðarinnar verður á þann veg að Vegagerðin leggur til aðra leið en sveitarstjórn kýs þá er ljóst að við sem stýrum sveitarfélaginu verðum að fara vandlega yfir okkar afstöðu og meta málið upp á nýtt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2007 | 17:35
Frábæru unglingalandsmóti lokið
Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var á Höfn um helgina tókst í alla staði frábærlega upp. Öll skipulagning var til fyrirmyndar sem og aðstaðan sem boðið var upp á. Rétt tæplega 1000 keppendur af öllu landinu voru samankomnir á Höfn þessa helgi til þess að keppa í 10 mismunandi íþróttagreinum. Samtals voru hér þegar best lét á milli 7000 - 8000 gestir um helgina.
Allir keppendur voru til fyrirmyndar og stóðu sig vel á mótinu sjálfu og kannski ekki síst þess vegna sem mótið heppnaðist svona vel. Allar tímasetningar stóðust og allt skipulag gekk mjög vel upp um helgina.
Unglingalandsmótsnefndin sem sá um alla skipulagningu mótsins á hrós skilið fyrir það hvernig staðið var að öllu á mótinu. Hornfirðingar brugðust líka frábærlega við þegar leitað var eftir sjálfboðaliðum til þess að starfa á mótinu. Allir voru tilbúnir til þess að leggja sitt af mörkum svo mótið heppnaðist sem best.
Sem betur fer þá rættist ekki sú veðurspá sem búið var að hóta okkur alla vikuna fyrir landsmótið. Einungis var smávægilegur úði á meðan setning mótsins fór fram en hann var svo lítill að varla tekur því að nefna hann. Það viðraði sem sagt ágætlega alla helgina þó stundum hafi verið smávægilegur gustur á keppnissvæðinu.
Það eina sem skyggir á þetta unglingalandsmót að mínu mati er hversu lítinn áhuga fjölmiðlar virtust hafa á því. Sérstaklega á þetta við um fréttastofur sjónvarpsstöðvanna. Stöð tvö fjallaði til að mynda ekkert um unglingalandsmótið. Það vekur óneitanlega furðu þar sem Höfn kom næst á eftir Vestmannaeyjum í mannfjölda um verslunarmannahelgina. Eina sem upp í hugann kemur er að það þyki einfaldlega ekki fréttnæmt þegar 1000 unglingar eru samankomnir með fjölskyldum sínum til þess að skemmta sér án áfengis og vímuefna og allt fer fram eins og best verður á kosið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Af mbl.is
Íþróttir
- Frá út tímabilið en framlengdi
- Veit ekki einu sinni hvað gerðist
- Magnað afrek Ítalíu á HM
- Towns atkvæðamestur í borgarslagnum
- Eitt besta lið mótsins
- Hélt að ég myndi aldrei gefa þessa einkunn
- Landsliðstreyjurnar til sölu í Zagreb
- Nenntu ekki að spila á móti okkur
- Verður dýrasta knattspyrnukona heims
- Amorim braut sjónvarpsskjá