Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Kjarasamningar kennara - erfið staða

Ég dreg enga dul á það að ég hef þungar áhyggjur af stöðu mála í kjaraviðræðum grunnskólakennara og sveitarfélaganna. Auðvitað er ég í þeirri sérkennilegu aðstöðu að vera bæði grunnskólakennari og sveitarstjórnarmaður. Þannig að áhyggjur mínar eru sennilega tvöfaldar.  

Það sem veldur mér mestum áhyggjum er sú staðreynd að samningsaðilar eru ekkert farnir að ræða nýjan kjarasamning heldur er eingöngu verið að takast á um endurskoðunarákvæði núgildandi kjarasamnings. Sveitarfélögin hafa lagt fram ákveðið tilboð sem kennarar hafa ekki talið fullnægjandi og þar við situr. En þessi harka sem hlaupin er í viðræðurnar áður en menn setjast niður og ræða um nýjan samning gefur ekki fögur fyrirheit um það sem koma skal.  

Allir held ég að vilji komast hjá verkfalli líku því sem við urðum vitni að haustið 2004. E.t.v. erum við ennþá að súpa seyðið af þeim miklum átökum sem þá áttu sér stað. Kennarar mættu ekki til starfa fyrr en ríkisstjórnin hafði sett bráðabirgðalög sem bundu enda á verkfallið. Margir kennarar mættu sárir til vinnu. Við verðum öll að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur.  Að mínu mati er það eitt af lykilatriðunum til þess að næsta samningagerð geti gengið vel að kennarar mæti sáttir til vinnu næsta haust. Til þess að svo geti orðið verða báðir aðilar að setjast niður og ræða af sanngirni og alvöru leiðréttingu á kjörum kennara á grundvelli endurskoðunarákvæðis núgildandi samnings. Ef kennarar mæta ósáttir til vinnu næsta haust líst mér alls ekki framhaldið.  

Til þess að forðast sömu uppákomu og haustið 2004 verða allir að leggjast á eitt til þess að ná saman. Allir verða að vera tilbúnir að setjast að samningaborðinu og ræða málin. Þannig að við fáum inn í skólana sátta og ánægða kennara sem eru tilbúnir að veita nemendum sínum þá þjónustu sem þeir eiga skilið. Þegar öllu er á botninn hvolft hlýtur það að vera höfuðmarkmiðið í öllu skólastarfi.


Glæsilegir listar Samfylkingar í Reykjavík

Greinilegt er að Samfylkingin er að ná vopnum sínum. Búin að setja málefni aldraðra á oddinn. Flottar tillögur þar sem munu svo sannarlega bæta hag eldri borgara.

Nú er einfaldlega kominn tími á ríkisstjórn sem leggur áherslu á gildi jafnaðarstefnunnar eftir 12 ára valdatíð ójafnaðarstjórnar. Sterk Samfylking getur í vor fellt þessa ríkisstjórn og vonandi gerist það.

Listarnir sem voru samþykktir í Reykjvavíkurkjördæmunum tveimur fyrr í kvöld eru svo sannarlega til þess fallnir að auka bjarstýni okkar jafnaðarmanna. Glæsilegir sigurlistar þar á ferðinni með Ingibjörgu Sólrúnu í brúnni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband