Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
16.10.2007 | 23:33
Flottur dagur
Má til með óska flokksbróður mínum, Degi B. Eggertssyni, til hamingju með það að vera orðinn borgarstjóri eftir alveg hreint ótrúlega atburðarás síðustu daga.
Það er búið að vera hreint guðdómlegt að fylgjast með afglöpum Íhaldsins í borginni í kjölfar REI - málsins. Innanbúðarátök, umboðslaus oddviti, leynifundir með formanni og varaformanni og minnisleysi af verstu sort hafa hrjáð liðið undanfarna daga.
Makalaust hefur verið að fylgjast með liðinu úthúða Binga núna í ljósi þess að þau sáu ekki sólina fyrir honum eftir sveitarstjórnarkosningar fyrir um 15 mánuðum. Eru meira að segja farin að nota það gegn honum hversu mikil völd hann hafði í samstarfinu miðað við fylgi. Hverjir sáu til þess að það gæti gerst? Ekki gat Bingi komið þessu svona fyrir einn síns liðs. Nei, það þurfti Íhaldið til þess að gera hann svona valdamikinn þrátt fyrir atkvæðaleysið. Þýðir lítið að nota það gegn honum núna.
Með ótrúlegu klúðri á klúðri ofan hafa Sjálfstæðismenn glutrað völdunum í borginni. Nú standa spjótin öll á Vilhjálmi, fyrrverandi borgarstjóra og ekki síður á sexmenningunum sem fóru svo rækilega á bakvið hann að ekki var nokkur leið til þess að hugsa sér að borgarstjórinn myndi eiga sjö dagana sæla eftir slíkar aðfarir. Ég held að Bingi hafi metið þetta hárrétt. Það var ekkert annað að gera í stöðunni. Þessu liði er ekki treystandi.
En sem betur fer var ánægjulegur endir á þessu öllu saman þegar Dagur tók við lyklavöldunum í dag af Vilhjálmi. Ég er sannfærður um það að Dagur á eftir að reynast farsæll borgarstjóri fyrir Reykjavík.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 23:11
Áhrif kvótaskerðingar að koma fram
Í viðtalið við svæðisútvarpið á Austurlandi lýsti Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði yfir áhyggjum af stöðu stöðu þeirra sjómanna, sem sagt hefur verið upp störfum hjá Skinney - Þinganes og fjölskyldum þeirra. Ég tek heilshugar undir þessar áhyggjur Hjalta en það var alltaf áhyggjuefni að eitthvað í líkingu við þetta myndi gerast í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um niðurskurð á þorskkvóta næsta fiskveiðiárs. Það virðist núna vera að koma á daginn.
Við höfðum alltaf miklar áhyggjur af því að í mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar myndu ekki skila sér nægjanlega til sjómanna og fiskverkafólks. Þegar svona gerist hugsar maður fyrst og fremst til þeirra einstaklinga sem sagt er upp störfum og vonar að úr þeirra málum rætist sem fyrst.
En ég tek undir með Hjalta þegar hann segir að nú séu áhrif kvótaskerðingarinnar að koma fram hér á Hornafirði því það var alla tíð ljóst að þessi aflasamdráttur myndi hafa mikil áhrif á atvinnulíf Hornafirðinga.
15.10.2007 | 22:26
Til hamingju með nýjan meirihluta í borgarstjórn
Það er búið að vera vrkilega gaman að fylgjast með hamaganginum í borgarstjórn undanfarna daga. Kostulegri frammistöu hefur maður ekki séð í langan tíma eins og frammistöðu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í þessu svokallaða REI máli.
Dásamlegt að fólk geti svona allt í einu fundið sína grundvallarafstöðu í ákveðnum málum þó unnið hafi verið á þeim nótum sem Vilhjálmur og félagar voru að leggja til í lengri tíma. Hin nýfundna grundvallarafstaða sjálfstæðismanna gerði borgarstjóranum svo sannarlega erfitt fyrir. Í raun hefur hann átt svo erftitt að hann er búinn að kúvenda í sinni afstöðu og er líka kominn með grundvallarskoðanir, svona eftir á að hyggja.
Til að kóróna svo allt saman fóru sexmenningarnir á fund formannsins og varaformannsins og klöguðu borgarstjórann. Þar með var með öllu ljóst að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins var með öllu ósamstarfshæfur.
Þess vegna segi ég: til hamingju með nýjan borgarstjórnarmeirihluta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 22:09
Ekki ríkisstjórn kyrrstöðu
Þingið var sett í dag. Þó fyrr hefði verið gæti e.t.v. einhver sagt. Ég á ekki von því að þetta verði mikill átakvetur ef hægt er miða má við frammstöðu stjórnarandstöðunnar. VG á erftitt með að fóta sig eftir hvern afleik formannsins á fætur öðrum eftir kosningarnar í vor og Framsókn virðist alls ekki búin að jafna sig eftir afhroðið í vor. Hugmyndir þessara tveggja flokka um að vera samstíga í stjórnarandstöðunni á þingi eru ekki beint trúverðugar miðað við þann djúpa ágreining sem ríkir á milli flokkanna tveggja. Sá ágreiningur og trúnaðarbrestur kom berlega í ljós eftir kosningarnar í vor.
Ég er sammála forsætisráðherra þegar hann segir að ríkisstjórnin, sem mynduð var í vor, verður ekki ríkisstjórn kyrrstöðu. Hún mun leitast við að koma málum á dagskrá og á hreyfingu. Við sjáum þess nú þega merki í sambandi við umræðu um Evrópusambands - og gjaldmiðilsmál. Nú loksins er fólk úr Sjálfstæðisflokknum farið að ræða þessi mál opinskátt. Einnig hefur núna skapast þannig andrúmsloft að þingmenn stjórnarflokkanna ræða óhikað ágreining sín á milli. Einnig virðist það vera orðið nokkuð ríkjandi skoðun hjá stjórnarflokkunum að peningamálastefna Seðlabankans virkar ekki nógu vel og bitnar helst á þeim sem síst skyldi, þ.e. almenningi og minni fyrirtækjum sem ekki hafa aðgang að erlendu fjármagni.
Miðað við þessi fyrstu spor sem ég hef hér lýst þá er ég nokkuð vongóður um að þetta verði ekki ríkisstjórn kyrrstöðu eins og forsætisráðherra segir.
Því er hins vegar ekki að leyna að hennar bíða mörg mjög krefjandi og erfið verkefni. Nægir þar að nefna málamiðlanir í umhverfis - og auðlindamálum. Það er málaflokkur sem eflaust á eftir að reynast þessari ríkisstjórn erfiður en ég hef fulla trú á því að undir forystur Þórunnar og Össurar takist ríkisstjórninni það.
Hennar bíða líka gríðarlega erfið og krefjandi verkefni á sviði efnahagsmála. Það hlýtur að verða eitt af höfuðmarkmiðum þessarar ríkisstjórnar að koma á stöðugleika í efnahagsmálum þjóðarinnar, þ.e. að koma böndum á þensluna og verðbólguna. Eins og staðan er í dag ganga þessi verkefni alls ekki nógu vel hjá Seðlabankanum og okurvaxtapíndur íslenskur almenningur á heimtingu á því að frjálslynd umbótastjórn beiti sér af krafti í þessum málum.
1.10.2007 | 00:25
Ósamstíga stjórnarandstaða
Skv. þessari frétt á ruv.is þá ætlar stjórnarandstaðn sér að vera samstíga á komandi þingi. Það er út af fyrir sig ánægjuefni að menn ætli sér að vinna saman þvert á flokkslínur.
Hins vegar á ég eftir að sjá það að VG og Framsókn eigi nokkra samleið í nokkru einasta máli. Eftir kosningarnar síðastliðið vor kom það berlega í ljós að trúnaðarbresturinn á milli þessara tveggja flokka var svo mikill og alvarlegur að ekki var nokkur möguleiki á því að mynda vinstri stjórn. Ég hef því ekki mikla trú á því að samstarfið hjá stjórnarandstöðunni eigi eftir að verða gott.
Í raun hef ég mestar áhyggjur af því að stjórnarandstaðan eigi eftir að verða máttlaus á þessu kjörtímabili. VG fólk mun einbeita sér að því eins og venjulega að níða skóinn af Samfylkingarfólki. Steingrímur Joð beinlínis hlakkar til þess að gagnrýna Samfylkinguna því hann hefur haldið aftur af sér undanfarin ár í gagnrýni á hana. Þetta upplýsti hann í blaðaviðtali fyrir skömmu síðan.
Framsókn er ennþá í sárum eftir háðulega útreið úr síðustu kosningum og mér sýnist á öllu að það eigi eftir að reynast Framsóknarflokknum erfitt að finna fjölina sína á nýjan leik.
Frjálslyndir voru fyrir löngu búnir að mála sig út í horn með málflutningi sínum um útlendinga og ég á nokkra von á því að það muni breytast á þessu kjörtímabili.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006