Leita í fréttum mbl.is

Hugarórar um leyniskjöl

Fyrir réttu ári síðan vaknaði fyrrverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands snemma morguns með fullvissu fyrir því að Rússar hefðu ákveðið að veita Íslendingum 4 milljarða Evra lán. Engu var líkara en formanninn hefði dreymt þessa himnasendingu frá Rússum nóttina áður. Síðar sama dag kom í ljós að formaðurinn hafði misskilið sendirherra Rússa. Lánið frá Rússum er enn ókomið.

Nú ber svo við að sami einstaklingur er nú sestur í stól ritstjóra Morgunblaðsins - og fer mikinn um ýmis leyniskjöl og leyndarhyggju ríkisstjórnarinnar. Þetta er sami maður og taldi eðlilegt að lýsa yfir stuðningi við ólögmætt árásarstríð án þess að láta sér einu sinni detta í hug að bera stuðningsyfirlýsinguna undir þingið. Upphrópanir fullar vandlætingar um skort á opinni og lýðræðislegri umræðu frá manni með slíka pólitíska fortíð geta varla talist innistæðumiklar- og eru í raun frekar hlægilegar.

Trúin á tilurð leyniskjals úr fórum norska fjármálaráðuneytisins, þar sem fram kemur að ein af forsendum fjárhagslegrar aðkomu Noregs að endurreisn Íslands sé að Icesave verði að klárast, virðist eingöngu vera til í hugarórum ritstjórans. Þessi staðreynd hefur lengi legið fyrir og var m.a. undistrikuð í sumar þegar ríkisstjórnin lagði sig alla fram um að gera öll þau skjöl sem tengjast Icesave aðgengileg fyrir almenning.

Fyrir áhugasama þá er skjalið hér: http://www.island.is/media/frettir/55.pdf

Annað hvort er hér um byrjendamistök að ræða hjá ritstjóranum eða vísbendingu um að hann muni leita allra leiða til þess að rugla og afvegaleiða umræðuna um þau mál sem honum finnast óþægileg - og til þess séu öll meðul leyfileg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er nú frekar hæpið hjá Samfylkingunni að veifa þessu gamla skjali sem allir hafa vitað af. Leynipukur Jóhönnu  og hennar samstarfsfóks hefur verið slíkt að næsta öruggt má telja að hún geymi bunka af pappírum í fórum sínum sem ekki þola dagsins ljós.Og af því að þú minntist á stríð,þá spyr ég þig, er það rétt að Össur og Jóhanna standi í samningum við erlent fyrirtæki um að gera Keflavíkurflugvöll að æfingasvæði fyrir Nató í lofthernaði þar sem fyrirtækið væri með 18 gamlar Rússneskar herþotur sem æfði árásir.Og er það rétt að þessum leynisamningum sé kyrfilega haldið leyndum fyrir VG.Leynipukur Jóhönnu á sér engin fordæmi, nema þá í hennar eigin verkum.

Sigurgeir Jónsson, 11.10.2009 kl. 22:35

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Árni. Draumfarir fyrrverandi Seðlabankastjóra skipta engu máli fyrir hinn venjulega íslending, þar rymur einungis ellin rám löngu fyrir tímann. Hirð hins mikla leiðtoga þjappar sér ef til vill saman, en skiptir sífellt minna máli þar sem líklegt má telja að í hópnum fækki stöðugt, sem betur fer fyrir þjóðina og líklegast líka fyrir hinn hugsandi sjálfstæðismann. Þeir eru til líka og ekki má gleyma því, flótti þeirra frá Morgunblaðinu að undanförnu hefur verið athyglisverður og hlýtur að vera þeim sár sem í einlægni hafa trúað því að þarna færi víðsýnn og breiður stjórnmálaflokkur. Þeir horfast nú í augu við að flokkurinn þeirra er í raun klofinn í tvo hluta, þar sem á takast annars vegar afar þröng hagsmunapólitík og hins vegar þeir sem trúað hafa því að flokkurinn væri annað og meira, það er flokkur með framtíðarsýn fyrir íslenska þjóð. Svo er vitanlega ekki og það er nú að renna upp fyrir æ fleirum og er það vel.

Ingimundur Bergmann, 11.10.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband