4.10.2009 | 21:07
Óvissan á fjármálaráðstefnu
Eftir að hafa setið fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í vikunni þá má segja að það eina sem menn vita alveg fyrir víst er það að mikil óvissa er í fjármálum hins opinbera - sveitarfélaganna og ríkisins. Annað sem menn voru líka nokkuð sammála um er að sársaukafullir tímar eru framundan í ríkisfjármálunum og hjá sveitarfélögunum.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon mættu á ráðstefnuna og fluttu góð erindi. Forsætisráðherra fór mjög vel yfir sviðið hjá sveitarfélögunum og lýsti mjög vel fyrir ráðstefnugestum framtíðarsýn sinni fyrir sveitarfélögin. Skýrt kom fram að hún telur að sveitarfélögin eiga taka mun meiri þátt í samneyslunni en þau gera í dag og nefndi sem dæmi rekstur heilsugæslu, framhaldsskóla og samgöngumála.
Steingrímur fór mjög vel yfir þann vandasama leiðangur sem ríkisstjórnin og Alþingi eiga fyrir höndum í gerð fjárlaga enda markmiðið að loka 87 milljarða gati í fjárlögunum - með skattahækkunum og niðurskurði. Sá niðurskurður mun auðvitað koma mjög niður á sveitarfélögunum víðs vegar um landið.
Eftir vikuna er einnig ljóst að mikil gerjun er í málefnum sveitarfélaganna. Samgönguráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélga skrifuðu í vikunni undir viljayfirlýsingu um frekari sameiningar sveitarfélaga. Við það tilefni nefndi samgönguráðherra þann möguleika sveitarfélögin í landinu yrðu 17 talsins að loknu þessu átaki. Formaður sambands íslenksra sveitarfélaga hefur talað fyrir þeirri skoðun að gömlu kjördæmin yrðu eitt sveitarfélag. Það myndi þýða að sveitarfélögin landinu yrðu sennilega rúmlega 10 talsins. Báðar hugmyndir fela í sér róttækar breytingar á því umhverfi sem sveitarfélögunum er búið í dag.
Við þetta er svo að bæta að Samband sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, - sem Hornafjörður er ekki lengur aðili að - hefur ákveðið að setja af stað vinnu til þess að kanna kosti þess að öll sveitarfélögin á Austurlandi verði eitt sveitarfélag. Á Vestfjörðum er þessi vinna líka þegar hafin.
Hvað sem öðru líður þá er ljóst að miklar breytingar eru að verða á öllu skipulagi opinberrar þjónustu í landinu. Mikilvægt er að allir sem koma að opinberri þjónustu - bæði hjá sveitarfélögum og ríki - fylgist mjög vel með umræðunni næstu vikur og mánuði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:13 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Af fenginni reynslu af stjórnsýslu í sveitarfélaginu Hornafjörður, þá er ég ekki í nokkrum vafa um að best sé fyrir alla sem þurfa á stjórnsýslu sveitarfélagsins að halda, að það verði lagt niður.Mín uppástunga er að sýslurnar A-skaft,V-skaft og Rangárvallasýsla verði eitt sveitarfélag og aðsetur sveitarstjórnar þess verði í Vík í Mýrdal.
Sigurgeir Jónsson, 9.10.2009 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.