14.8.2009 | 22:57
Lausn í sjónmáli?
Það er vonandi að fréttir kvöldsins um lausn Icesave málsins í fjárlaganefnd séu á rökum reistar. En reynslan hefur hins vegar sýnt að það getur verið varasamt að fagna of snemma - svikabrigslin hafa oft verið fljót að skjóta upp kollinum.
Það er orðið löngu tímabært að Alþingi afgreiði málið. Mér er það til efs að nokkurt mál í seinni tíð hafi hlotið jafn mikla umfjöllun á vettvangi Alþingis og þetta mál. Töfin er orðin of mikil og það hefur stöðvað endurreisnarstarfið en það er ánægjulegt að það sé að myndast breið pólitísk samstaða á þingi um mikilvægi þess að leiða þetta mál til lykta með því að staðfesta ríkisábyrgðina - þannig að samningarnir haldi.
Fórnarkostnaður af undirskrift samninganna og staðfestingu ríkisábyrgðarinnar er vissulega mikill en við verðum líka að vega og meta afleiðingarnar af aðgerðarleysi og ákvarðanafælni. Þar held ég að atvinnulífið sé undir og síðasti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans sýndi svo ekki verður um villst mikilvægi þess að ljúka málinu sem allra fyrst.
Farsæl lausn þessa ömurlega máls er -hvort sem okkur líkar betur eða verr - grundvallarforsenda fyrir áframhaldandi endurreisnarstarfi. Tafir á því munu einungis halda áfram að valda atvinnulífinu og heimilunum í landinu skaða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Við erum með þetta ömurlega mál í fanginu og sleppum ekki, jafnvel þó við eigum að heita Íslendingar.
Finnur Bárðarson, 15.8.2009 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.