Leita í fréttum mbl.is

Heilbrigðis - og tryggingamálaráðuneytið hraði vinnu sinni

Á fundi sínum í dag hvatti Heilbrigðis - og öldrunarráð Hornafjarðar Heilbrigðis - og tryggingamálaráðuneytið að hraða vinnu sinni í tengslum við endurnýjun á þjónustusamningi við Sveitarfélagið á rekstri Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands. Samningurinn um rekstur stofnunarinnar rennur út núna um áramótin. Starfsmenn sveitarfélagsins lögðu á fundi í ráðuneytinu fram kröfur sveitarfélagsins og rökstuðning fyrir þeim. Sá fundur fór fram miðvikudaginn 15. nóvember.

Ekkert hefur heyrst frá ráðuneytinu síðan þá. Það er von okkar í Heilbrigðis - og öldrunarráði að sá langi tími sem liðinn er frá síðasta fundi sé ávísun á vönduð vinnubrögð ráðuneytisfólks. Mikilvægt er að aflétta allri óvissu sem ríkir um rekstur stofnunarinnar sem allra fyrst.

Það er ljóst að sveitarfélagið leggur mikla áherslu á það að halda verkefninu heima í héraði vegna þess að það telur sig geta unnið verkið mun betur en ríkið. Það hafa heimamenn líka sannað. Fækkað hefur í langlegu, þáttur heimahjúkrunar  og heimaþjónustu hefur aukist í takt við stefnu þeirra sem nú ráða ríkjum í Heilbrigðis - og tryggingamálaráðuneytinu. Við höfum stuðlað að því að aldraðir eiga kost á því að búa sem lengst í heimahúsi. Við förum fram á það að tekið sé tillit til þessa árangurs okkar í nýjum samningi.

Heilbrigðis - og öldrunarráð lýsti líka yfir fullum stuðningi við þau samningsmarkmið sem samþykkt voru á fundi ráðsins 14. nóvember síðastliðinn. Ekkert hafi komið fram sem segi að við eigum að breyta þeim á einn eða annan hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband