17.7.2009 | 00:24
Margbreytileg sannfæring
Fjórum nýjum þingmönnum undir merkjum Borgarahreyfingarinnar skolaði á þing í vor á öldu lýðræðsvakningar í kjölfar hinnar svokölluðu búsáhaldabyltingar. Ekki skal lítið úr því gert að því fylgir vafalaust mikið álag að standa undir þeim fjölbreyttu væntingum sem eru gerðar til þingmanna sem kosnir eru á þing í kjölfar slíkrar byltingar.
Það er ekki lítið verk að vera boðberar nýrra tíma, siðbótar, lýðræðisumbóta og heiðarlegra stjórnmála - ekki heiglum hent gæti maður freistast til að segja. Að mati margra þeirra, sem mjög svo töluðu fyrir siðbót í íslenskri pólitík í aðdraganda kosninga, var forsenda þess að nýir tímar gætu haldið innreið sína í íslenska póltík sú að fram kæmi fram ný hreyfing, sem ætti ekkert skylt við hinn alræmda fjórflokk.
Þrælslund og ótti þingmanna fjórflokksins alræmda við að ganga gegn flokksviljanum í gegnum árin hefði verið svo takmarkalaus að nánast enginn þingmaður fjórflokksins alræmda hefur nokkurn tímann greitt atkvæði samkvæmt títtnefndri sannfæringu - eingöngu eftir flokkslínum. Sennilega er þetta eilítil oftúlkun hjá mér en engu að síður var það svo að fólk taldi að siðbót og lýðræðisumbótum yrði ekki hægt að berjast fyrir innan gamla flokkakerfisins.
Margt af þessu má eflaust til sanns vegar færa. Flokkarnir hafa t.d. alltaf átt erfitt með að koma á stjórnarskrárbreytingum - þar hafa þröngir hagsmunir þingmannanna sjálfra oft ráðið för. Síðustu ár hafa Evrópumálin líka þvælst fyrir flokkunum. Þeir hafa ekki getað klárað þau mál sjálfir og hafa líka reynst óviljugir til þess að eftirláta kjósendum að leiða þau til lykta. Í þeim málum hafa sumir flokkar viljað láta flokkshagsmuni ganga framar þjóðarhag. En með samþykkt Alþingis í dag er sem betur fer búið að brjóta það ægivald á bak aftur.
En framganga þingmanna Borgarahreyfingarinnar - sem voru um margt efnilegir og mörgum þóttu þeir vera sem ferskur andvari um sali hins staðnaða Alþingis - í umræðunum um ESB tillögu ríkisstjórnarinnar hefur verið með þeim hætti að vafalaust velta margir því núna fyrir sér hvort ekki hafi verið betur heima setið en af stað farið. Það er a.m.k. erfitt að færa gild rök fyrir því að frammistaðan hafi verið í samræmi við hugmyndir fólks um siðbót og lýðræðisumbætur í íslenskum stjórnmálum.
Það þarf því ekki að undra að mikil ólga sé innan Borgarahreyfingarinnar vegna málsins. En til þess að allrar sanngirni sé gætt er rétt að halda því til haga að ekki tók allur þingflokkur hreyfingarinnar þátt í þessari undarlegu hrossakaupa - og kúgunarpólitík. Þráinn Bertelsson ákvað að standa með sannfæringu sinni og þjóðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:04 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Borgarahreyfingin lofaði góðu í upphafi með stefnu sinni um heiðarlega pólitík lausa við einkavinatengsl og hrossakaup en hefur nú fallið í þá gryfju að enda eins og þeir sem þau fordæmdu.
Það er vissulega skömm fyrir Borgarahreyfinguna að hafa gengið á bak loforði sínu um að gefa þjóðinni kost á að kjósa um Evrópusambandið. Hver framtíð hreyfingarinnar verður eftir skömmina í gær veit ég ekki en mig grunar helst að þeir muni gjalda fyrir að hafa gengið á bak orða sinna í næstu kosningum og hreyfingin þurrkist út.
Ekki má þó gleyma því að fjölmargt gott fólk starfar innan hreyfingarinnar t.d. Þráinn Bertelsson sem var tryggur sínum kjósendum og Herberti Sveinbjörnssyni sem reyndi sitt ítrasta til að gefin loforð yrðu efnd.
Það ágæta fólk á vonandi framtíð fyrir sér í stjórnmálum en stjarna þeirra Þórs, Birgittu og Margrétar skín ekki lengur.
Kjartan Jónsson, 17.7.2009 kl. 15:56
Eitthvað er nú mat manna á birtuskini misjafnt, því mér finnst gjörsamlega slokknað á Þráni Bertelssyni, og það sem betur fer vil ég segja.....
Ómar Bjarki Smárason, 17.7.2009 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.