14.7.2009 | 19:06
Skemmtilegur leikur
Þrautakóngur er skemmtilegur leikur. Börn og ungmenni hafa skemmt sér í þessum leik kynslóð fram af kynslóð. Leikurinn felst í því að stjórnandinn (þrautakóngurinn) í leiknum hleypur með hóp fólks á eftir sér og hópurinn á fylgja þrautakóngnum eftir og líkja eftir öllum hreyfingum hans. Þetta er ekki alltaf auðvelt fyrir hópinn og villast sumir af leið. Eftir því sem þrautakónginum tekst að rugla fleiri úr hópnum í ríminu þeim mun betri er hann talinn vera.
Besti þrautakóngurinn í íslenskum stjórnmálum í dag er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Honum hefur tekist að hafa svo margar skoðanir í Evrópumálum að fylgismenn eiga erfitt með að átta sig á þeim öllum - og hafa sumir fylgismenn hans villst af leið. Hann hefur sveigt frá hægri til vinstri með fimlegum hreyfingum, hlaupið af krafti beint af augum og svo - án nokkurrar viðvörunar - hefur hann komið öllum að óvörum með því að hlaupa aftur á bak. Þetta gera aðeins bestu þrautakóngar enda hafa margir fylgismenn hans staðið einir eftir á pólitískum berangri eftir árangurslausar tilraunir til þess að fylgja þrautakónginum eftir.
Einn úr hópnum (þingmaður úr Eyjum), sem reynt hefur að elta kónginn, telur t.d. að innganga í ESB jafngildi því að ganga í hið nýja Sovét á meðan annar fylgismaður (stærðfræðingur og frændi kóngsins) telur að hafni þingið aðildarviðræðum sé það uppskrift að áframhaldandi stöðnun og þrengingum þjóðarinnar um langa framtíð" - og spyr í kjölfarið hver vilji bera ábyrgð á því.
Eins og áður segir þá er takmark þrautakóngsins að rugla eins marga úr hópnum í ríminu og ljóst að það markmið hefur fullkomlega náðst í þessu tilvikum. Eflaust er erfitt að finna dæmi um aðra eins frammistöðu.
Þrautakóngur er samt sama marki brenndur og aðrir leikir. Maður fær leið á honum ef hann er langdreginn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:08 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Góður
Sigurður Haukur Gíslason, 14.7.2009 kl. 20:18
Já, og með sömu snilldartöktum þá endar Bjarni hlaupandi, aleinn og stefnulaus, líkt og priklaus raketta eitthvað út í loftið.
Ingimundur Bergmann, 14.7.2009 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.