12.12.2006 | 11:29
4.600 börn búa við fátækt - verkefni fyrir jafnaðarmenn
Fátækt er þjóðfélagsmein. Skv. nýjustu upplýsingum er ljóst að fátækt er stórt vandamál hér á landi. 4.600 börn búa við fátækt á Íslandi.
Stjórnvöld hrósa sér gjarnan á því að hér hafi verið viðvarandi hagvöxtur og góðæri. Greinilegt er að sá uppgangur hefur ekki verið ætlaður öllum. Börn á Íslandi sem búa við fátækt bera því vitni.
Sú hægri stjórn sem hér hefur stjórnað undanfarin þrjú kjörtímabil hefur kerfisbundið aukið ójöfnuðinn í samfélaginu. Það er skýrt verkefni jafnaðarmanna í næstu ríkisstjórn að stýra þjóðfélaginu af braut miskiptingar, ójöfnuðar og gegndarlausrar frjálshyggju. Þessi börn sem um er rætt hafa tapað á ríkisstjórn Framsóknar og Íhaldsins. Það á verða forgangsverkefni Samfylkingarinnar í næstu ríkisstjórn að rétta hag þessara barna og fjölskyldna þeirra. Jafnaðarmenn geta aldrei sætt sig við svona ástand og svona meðferð á fólki sem þarf að sitja á hliðarlínunni á meðan aðrir bruna fram völlinn með vasana fulla af peningum.
Komið hefur fram að á Íslandi búa hlutfallslega mun fleiri börn við fátækt en á hinum Norðurlöndunum.
Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til þess að rétta hag þessa fólks en hún hefur hins vegar hugsað vel um þá sem sitja hvað glaðastir við allsnægtaborðið. Eða hvað varð um hátekjuskattinn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2006 kl. 11:25 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.