Leita í fréttum mbl.is

Aðeins einn valkostur fyrir stuðningsmenn aðildarviðræðna

Það er deginum ljósara að ef stuðningsmönnum umsóknar að ESB á verða nokkuð ágengt þá verður staða Samfylkingarinnar að vera mjög sterk eftir kosningar. Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur sagt með skýrum og afdráttarlausum hætti að sækja eigi um aðild að ESB, stefna að upptöku Evru með inngöngu í myntbandalag ESB ríkjanna og leggja aðildarsamning undir dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er ekki lengur hægt að skjóta framtíðinni á frest. Við verðum að takast á við þetta brýnasta og stærsta mál dagsins í dag. ESB aðildarviðræður eru ekki allsherjarlausn en segja má að það verði engin trúverðug lausn á vanda dagsins í dag án aðildarviðræðna.

Andstæðingar og stuðningsmenn aðildar geta rifist í þúsund ár í viðbót. En íslenskur almenningur og atvinnulífið á rétt á því að sjá hvað kemur út úr aðildarviðræðum og segja sitt álit á því. Nú er komið að þvi - ekki er hægt að bíða lengur. Stjórnmálaflokkar geta ekki lengur staðið í vegi fyrir þessu réttlætismáli - þjóðin á rétt á því að segja sína skoðun á málinu.

Krónan er á líknardeild, stærstur hluti atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin kalla á aðildarviðræður og þeir stjórnamálaflokkar sem ekki vilja fara í aðildarviðræður skila auðu í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar - þeir eru án peningamálastefnu sem er stærsta spurniningin sem framboðin verða að svara í þessari kosningabaráttu.

Eina leiðin fyrir þá sem vilja koma Evrópumálunum áleiðis í þessum kosningum er því að kjósa Samfylkinguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það hjálpar nú ekki Samfylkingu, að 40% þeirra, sem nafngreindir voru á Stöð 2 í kvöld sem þiggjendur mjög hárra styrkja vegna prófkjörsframboða þeirra 2006, skyldu vera Samfylkingarmenn, sem enn er boðið upp á á S-listanum, sem sé Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Vitaskuld afsakar það ekki efstu mennina tvo á D-listanum í Reykjavíkurkjördæmunum, sem eins var ástatt um, en Samfylkingin hefur greinilega gengið aðra götu en Vinstri grænir, sem kusu einfaldari, ódýrari, hógværari leið til að koma sínu vali á frambjóðendum um kring.

Jón Valur Jensson, 21.4.2009 kl. 23:45

2 Smámynd: Árni Rúnar Þorvaldsson

Átta mig ekki samhenginu við ESB. Höldum okkur við málefnin, það hjálpar öllum - líka tveimur efstu mönnum á D-lista í Reykjavíkurkjördæmunum. Umræður um styrkjamál eru þeim heldur í óhag.

Árni Rúnar Þorvaldsson , 22.4.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband