17.4.2009 | 09:17
Fullnaðarsigur sérhagsmunanna
Hótanir Sjálfstæðismanna um málþóf hafa borið árangur og það telja þeir vera fullnaðarsigur. Þeirra sigur er sigur sérhagsmunanna yfir almannahagsmunum og það er auðvitað gott fyrir kjósendurr að sjá núna fyrir kosingar hversu mikla hamingju þessi sigur sérhagsmunanna veitir þeim - og hvar tryggð þeirra liggur.
Fullnaðarsigur Íhaldsins fólst í því að koma í veg fyrir lýðræðislega afgreiðslu þingsins á eðlilegum og sanngjörnum breytingum á stjórnarskránni, sem allir flokkar á Alþingi nema Sjálfstæðisflokkurinn, eru sammála um. Þetta tókst þeim með því að hóta málþófi.
Það sem þeim tókst m.a. að koma í veg var:
1. Að afnema varanlega vald til að gefa eða selja einkaaðilum
sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar.
2. Færa almenningi vald til að geta haft bein áhrif á mál milli
kosninga með ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur.
3. Færa almenningi beinna vald til breytinga á stjórnarskrá með ákvæði
um hvernig stjórnarskrá er breytt milli kosninga.
Hér sjáum við auðvitað þann áherslumun sem er á jafnaðarstefnunni annars vegar og varðstöðu Íhaldsins um völd og sérshagsmuni hins vegar. Það er mikilvægt að þessu sé til haga haldið.
Yfir þessum fullnaðarsigri gleðjast þér ósegjanlega núna og ganga stoltir til þeirrar kosningabaráttu sem nú stendur yfir. Verði þeim að góðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Það á ekki að gera sjálfstæðismönnum það til geðs að slíta þingi núna. Leyfum þeim að tala alveg fram að kjördegi. Fylgið reytist af þeim á meðan.
Sigurður Haukur Gíslason, 17.4.2009 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.