Leita í fréttum mbl.is

Fjölmenni við opnun kosningaskrifstofu

Margt var um manninn við opnun kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Miðbæ á Höfn í dag. Björgvin G. Sigurðsson, Oddný G. Harðardóttir og Róbert Marshall mættu á opnunina en þau skipa fyrstu þrjú sætin á lista flokksins í Suðurkjördæmi.

Þau fluttu stuttar ræður þar sem þau fóru yfir verkefni jafnaðarmanna í þeirri endurreisn sem nú er unnið að og þau ræddu einnig þá kosningabaráttu sem nú stendur yfir. Greinilegt er að það er mikill baráttuhugur í fólki og það skynjar hversu mikilvægt það er að jafnaðarstefnan verði leiðarljós okkar við endurreisn íslensks fjármála - og efnahagskerfis.

Að loknum ræðum frambjóðenda gafst gestum og gangandi tækifæri til þess að spjalla við frambjóðendur um stefnumálin og baráttumálin í þessari kosningabaráttu. Fólk nýtti þetta tækifæri svo sannarlega vel. Það var mjög ánægjulegt.

Kosningaskrifstofan verður opin fram yfir kosningar og verður opnunartími nánar auglýstur síðar.

Myndir frá opnuninni er hægt að nálgast hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Til hamingju með daginn og kosningabaráttuna

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.4.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband