8.4.2009 | 00:58
Verkið hafið undir forystu Jóhönnu
Það er sannarlega verk að vinna fyrir ríkisstjórn Samfylkingar og VG, þ.e. að taka til eftir átján ára valdasetu Íhaldsins. Það er ekki létt verk fyrir ríkisstjórnina að endurreisa velferðarkerfið að norrænni fyrirmynd eftir stanslausan átroðning Sjálfstæðismanna gegn því á valdatíma sínum. Velferðarbrúin verður ekki byggð á einni nótt enda horfir þjóðin fram á einhverjar mestu efnahagsþrengingar sem hún hefur gengið í gegnum - sem er önnur afleiðing af átján ára valdasetu Íhaldsins.
Þegar litið verður til baka og verk þessarar ríkisstjórnar dæmd, með hliðsjón af þeim ótrúlegu þrengingum sem þjóðin er núna að ganga í gegnum í boði Sjálfstæðisflokksins, þá mun koma í ljós að um mjög starfsama stjórn er að ræða. Það mun koma í ljós að þetta er ríksstjórn, sem setur hag heimila og atvinnulífs í fyrsta sæti. En fólk verður hins vegar að gera sér grein fyrir því að erfiðleikarnir sem að okkur steðja eru miklir og ekki einfalt að mál að sigla þessu laskaða fleyi heilu og höldnu til hafnar.
Það er því hjákátlegt - ef ekki sorglegt - að fylgjast með aumkunarverðu málþófi Íhaldsins á Alþingi þessa dagana. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins finna sér ekkert betra að gera að en að koma í veg fyrir að vilji meirihluta Alþingis nái fram að ganga og trufla ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem er í óða önn að þrífa upp skítinn eftir þá.
Byggja þarf velferðarbrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.