Leita í fréttum mbl.is

Dagur B. Eggertsson í heimsókn

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og frambjóðandi til varaformanns í Samfylkingunni kom í heimsókn til Hornafjarðar í gær. Hann hefur verið á yfirreið um landið vegna framboðs hans til varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. Hann kom hingað eftir ferðalag um norður - og austurland, sem byrjaði á Akureyri og endaði á Hornafirði. Ánægjulegt er að frambjóðandi til varaformanns flokksins skuli leggja á sig ferðalög til þess að kynna sér starf flokksmanna um allt land.

Án efa verður baráttan milli Dags og Árna Páls Árnasonar snörp á landsfundinum og vafalaust verður spennan mikil. Báðir þessi frambjóðendur eru vel til þess fallnir að gegna varaformennsku í Samfylkingunni og óháð því hvor þeirra fer með sigur af hólmi þá er ljóst að Samfylkingin hefur eignast öflugan varaformann að loknum landsfundi.

Sigurvegarans bíður svo krefjandi og risavaxið verkefni - að leiða stærsta stjórnmálaflokk landsins á tímum einhverra mestu efnahagsþrenginga sem Íslendingar hafa séð um langan tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég ætla að leyfa mér að lýsa hér þeirri skoðun minni að Dagur beri með sér sterka hæfileika til að gegna leiðtogahlutverki. Mér finnst að þar sé hann sterkari og er því hans stuðningsmaður. Árni Páll er vissulega hæfur og örugglega fær um að gegna þessu starfi, en að honum alveg ólöstuðum, þá finn ég sterkar fyrir leiðtogaefninu hjá Degi og það reið baggamuninn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.3.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband