Leita í fréttum mbl.is

Núll prósent líkur

Ég rakst áðan á þennan snilldargóða pistil Herðubreiðar um margfrægt minnisblað Davíðs Oddssonar. Það er mjög erfitt að átta sig á málflutningi bankastjórnarinnar á þessum tímapunkti því allar opinberar aðgerðir hans ganga í berhögg við þessa frægu skýrslu formanns bankastjórnarinnar - undarlegt ósamræmi í orðum og gerðum.

Birting þessa ágæta skjals er bara enn ein sönnun þess að skipulagsbreytingar á stjórn Seðlabanka Íslands voru nauðsynleg forsenda efnahagslegrar endurreisnar á Íslandi. Trúverðugleiki bankans var hreinlega í húfi.

Eflaust eigum von á fleiri slíkum skýrslum og minnisblöðum úr fórum bankastjórans fyrrverandi, t.d. var hann aldrei búinn að upplýsa þjóðina um vitneskju sína varðandi beitingu Breta á hryðjuverkalögum gagnvart Íslandi.

Væri hægt að fá upplýsingar um það mál næst, takk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband