19.3.2009 | 13:03
Kjördæmisþing, aðalfundur og landsfundur
Það er mikið um að vera í pólitíkinni þessa dagana. Á morgun er stefnan sett á kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sem haldið verður á Selfossi. Aðalfundur félagsins Hornafirði verður haldinn næsta þriðjudag og svo er stefnan sett á landsfund í lok næstu viku - alltaf gaman að fara á landsfund. Þar myndast alltaf mikil og góð stemning og menn sameinast um grundvallarmarkmiðin og þétta raðirnar fyrir komandi átök í apríl.
Á kjördæmisþinginu á morgun verður tillaga stjórnar kjördæmisráðs um framboðslista lögð fram til samþykktar. Þeir einstaklingar sem náðu kosningu í fyrstu fimm sætin hafa allir gefið til kynna að þeir ætli að halda þeim og þess vegna er ljóst hverjir skipa fyrstu fimm sætin - úrslit prófkjörsins standa. Það var síðan verkefni kjördæmisráðs að raða á listann að öðru leyti og verður sú tillaga kynnt á kjördæmisþinginu á morgun. Ég er ekki í nokkrum vafa um að listinn verður öflugur og sigurstranglegur - ef mið er tekið af frambjóðendahópnum í prófkjörinu.
Á þinginu fer líka fram málefnavinna fyrir kosningabaráttuna sem framundan er og það er mikilvægt að sem flestir komi að þeirri vinnu. En nú verða men að láta hendur standa fram úr ermum því það er stutt í kosningar og við stefnum að glæsilegri kosningu Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi - sem og um allt land auðvitað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.