12.3.2009 | 11:48
Bæjarstjórn og heilbrigðisráðherra
Gera þurfti klukkutímahlé á bæjarstjórnarfundi í gær vegna heimsóknar Ögmundar Jónassonar, heilbrigðisráðherra og starfsfólks ráðuneytisins. Bæjarstjórn, starfsmenn sveitarfélagsins og hjúkrunarforstjórar HSSA funduðu með ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins. Fundurinn var ánægjulegur og ráðherra sýndi aðstæðum okkar hér á Hornafirði mikinn skilning og áhuga.
Aðalskilaboð bæjarstjórnar til ráðherra voru þau að lítið svigrúm er til niðurskurðar á Heilbrigðisstofnun Suðaustuarlands vegna þess að stofnunin sinnir fyrst og fremst grunnþjónunstu og að bæjarstjórn vill tryggja áframhaldandi forræði sveitarfélagsins á þessum málaflokki í gegnum þjónustusamning. Stungið var upp á því að skrifa undir nýjan samning 16. apríl nk. í ráðuneytinu.
Ekki var hægt að skilja fundinn öðruvísi en að þessi skilaboð okkar hefðu komist til skila og að næstu skref yrðu stigin í samræmi við það. Það er von okkar og ósk að skrifað verði undir nýjan samning þann 16. apríl nk. í samræmi við tillögu bæjarstjóra á fundinum í gær.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.