Leita í fréttum mbl.is

Bæjarstjórn og heilbrigðisráðherra

Gera þurfti klukkutímahlé á bæjarstjórnarfundi í gær vegna heimsóknar Ögmundar Jónassonar, heilbrigðisráðherra og starfsfólks ráðuneytisins. Bæjarstjórn, starfsmenn sveitarfélagsins og hjúkrunarforstjórar HSSA funduðu með ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins. Fundurinn var ánægjulegur og ráðherra sýndi aðstæðum okkar hér á Hornafirði mikinn skilning og áhuga.

Aðalskilaboð bæjarstjórnar til ráðherra voru þau að lítið svigrúm er til niðurskurðar á Heilbrigðisstofnun Suðaustuarlands vegna þess að stofnunin sinnir fyrst og fremst grunnþjónunstu og að bæjarstjórn vill tryggja áframhaldandi forræði sveitarfélagsins á þessum málaflokki í gegnum þjónustusamning. Stungið var upp á því að skrifa undir nýjan samning 16. apríl nk. í ráðuneytinu.

Ekki var hægt að skilja fundinn öðruvísi en að þessi skilaboð okkar hefðu komist til skila og að næstu skref yrðu stigin í samræmi við það. Það er von okkar og ósk að skrifað verði undir nýjan samning þann 16. apríl nk. í samræmi við tillögu bæjarstjóra á fundinum í gær.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband