Leita í fréttum mbl.is

Kosningaskrifstofa opnuð

Eyddi kvöldinu í að standsetja kosningaskrifstofu í Miðbæ á Höfn með dyggri aðstoð góðra félaga og stuðningsmanna. Við ætlum að hafa hana opna á fimmtudag, föstudag og laugardag eftir að kosning hefst í netprófkjörinu á fimmtudaginn.

Þar verður heitt á könnunni og fólk getur leitað sér upplýsinga um framkvæmd prófkjörsins. Fyrir svo utan það hitta skemmtilegt fólk og eiga gott spjall.

Legg svo í hann snemma í fyrramálið. Ferðinni er heitið á Suðurlandið og á Reykjanesið. Næsti opinberi framboðsfundurinn verður haldinn í Hvíta Húsinu á Selfossi á miðvikudaginn kl. 20:00. Síðasti formlegi fundurinn veðrur svo haldinn í Ránni í Reykjanesbæ á fimmtudaginn kl. 20:00.

Einnig er stefnan sett á tvo óformlega framboðsfundi í Sandgerði og Grindavík.

Það er s.s. nóg að gerast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband