Leita í fréttum mbl.is

Góðir framboðsfundir

Það var ánægjulegt að skreppa til Eyja á föstudaginn og hitta fólk þar. Framboðsfundur var síðan haldinn í Alþýðuhúsinu í gær. Þar kynntu frambjóðendur sig og sín stefnumál og svöruðu spurningum fundargesta. Góð mæting var á fundinn og fínar umræður sköpuðust.

Frambjóðendur héldu síðan til Hornafjarðar þar sem haldinn var annar framboðsfundur í dag. Mjög góð mæting var á fundinn og góð umræða var um ýmis mál.

Það er vonandi að kjósendur í kjördæminu nýti sér þetta tækifæri til þess að hafa áhrif á gang stjórnmálanna. Prófkjörið er opið og fer fram á netinu.

Tveir fundir eru eftir. Sá fyrri haldinn í Árborg á miðvikudaginn og sá síðari í Reykjanesbæ á fimmtudagskvöldið. Það er vonandi að fólk fjölmenni á þá fundi til þess að kynna sér þá kosti sem í boði eru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband