Leita í fréttum mbl.is

Þrettán öflugir frambjóðendur

Það er öflugur hópur frambjóðenda sem gefur kost á sér í opnu netprófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hópurinn býr fjölbreyttri reynslu og endurspeglar kjördæmið nokkuð vel. Þrettán einstaklingar gefa kost á sér, fjórar konur og níu karlar. Það er auðvitað umhugsunarefni að ekki skuli fleiri konur sjá sér fært að taka þátt í þessari lýðræðislegu aðferð við niðurröðun á framboðslista og það er eitthvað sem verður að taka á.

Annar sitjandi þingmanna sækist eftir endurkjöri, Björgvin G. Sigurðsson en Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu. En það er auðvitað sérstakt ánægjuefni að svo margir öflugir einstaklingar vilji hafa áhrif á mótun nýs samfélags undir merkjum jafnaðarstefnunnar - ekki síst í því ljósi að krafan um endurnýjun er hávær í dag.

Nú fer baráttan að komast á fullt. Fyrsti framboðsfundurinn verður í Vestmannaeyjum á laugardaginn og svo á Höfn á sunnudaginn.

Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér:

Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður, Selfossi – 1. sæti
Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ – 1. sæti
Guðrún Erlingsdóttir sérfræðingur í kjaramálum, Vestmannaeyjum – 1.-2. sæti
Anna Margrét Guðjónsdóttir forstöðumaður, Brussel – 1.-3. sæti
Andrés Sigurvinsson verkefnisstjóri, Selfossi – 1.-4. sæti
Oddný Guðbjörg Harðardóttir bæjarstjóri, Garði – 2. sæti
Róbert Marshall aðstoðarmaður samgönguráðherra, Reykjavík – í 2.-3. sæti
Þóra Þórarinsdóttir fyrrum ritstjóri, Selfossi – 2.-3. sæti
Árni Rúnar Þorvaldsson formaður bæjarráðs, Hornafirði – 2.-4. sæti
Páll Valur Björnsson nemi, Grindavík – 3.-4. sæti
Hilmar Kristinsson formaður Uglu - UJ á Suðurnesjum, Reykjanesbæ – 4. sæti
Lúðvík Júlíusson sjómaður, Sandgerði – 4. sæti
Hjörtur Magnús Guðbjartsson framkvæmdastjóri og nemi, Reykjanesbæ – 5. sæti.

Ég er þess fullviss að út úr þessum kraftmikla hópi munu kjósendur búa til öflugan og glæsilegan framboðslista hjá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er gott að mikill kraftur er í okkur Samfylkingarfólki um allt land

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.2.2009 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband