26.2.2009 | 01:09
Þrettán öflugir frambjóðendur
Það er öflugur hópur frambjóðenda sem gefur kost á sér í opnu netprófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hópurinn býr fjölbreyttri reynslu og endurspeglar kjördæmið nokkuð vel. Þrettán einstaklingar gefa kost á sér, fjórar konur og níu karlar. Það er auðvitað umhugsunarefni að ekki skuli fleiri konur sjá sér fært að taka þátt í þessari lýðræðislegu aðferð við niðurröðun á framboðslista og það er eitthvað sem verður að taka á.
Annar sitjandi þingmanna sækist eftir endurkjöri, Björgvin G. Sigurðsson en Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu. En það er auðvitað sérstakt ánægjuefni að svo margir öflugir einstaklingar vilji hafa áhrif á mótun nýs samfélags undir merkjum jafnaðarstefnunnar - ekki síst í því ljósi að krafan um endurnýjun er hávær í dag.
Nú fer baráttan að komast á fullt. Fyrsti framboðsfundurinn verður í Vestmannaeyjum á laugardaginn og svo á Höfn á sunnudaginn.
Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér:
Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður, Selfossi 1. sæti
Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ 1. sæti
Guðrún Erlingsdóttir sérfræðingur í kjaramálum, Vestmannaeyjum 1.-2. sæti
Anna Margrét Guðjónsdóttir forstöðumaður, Brussel 1.-3. sæti
Andrés Sigurvinsson verkefnisstjóri, Selfossi 1.-4. sæti
Oddný Guðbjörg Harðardóttir bæjarstjóri, Garði 2. sæti
Róbert Marshall aðstoðarmaður samgönguráðherra, Reykjavík í 2.-3. sæti
Þóra Þórarinsdóttir fyrrum ritstjóri, Selfossi 2.-3. sæti
Árni Rúnar Þorvaldsson formaður bæjarráðs, Hornafirði 2.-4. sæti
Páll Valur Björnsson nemi, Grindavík 3.-4. sæti
Hilmar Kristinsson formaður Uglu - UJ á Suðurnesjum, Reykjanesbæ 4. sæti
Lúðvík Júlíusson sjómaður, Sandgerði 4. sæti
Hjörtur Magnús Guðbjartsson framkvæmdastjóri og nemi, Reykjanesbæ 5. sæti.
Ég er þess fullviss að út úr þessum kraftmikla hópi munu kjósendur búa til öflugan og glæsilegan framboðslista hjá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Það er gott að mikill kraftur er í okkur Samfylkingarfólki um allt land
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.2.2009 kl. 03:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.