16.1.2009 | 15:33
Sókn í atvinnumálum
Líflegar umræður sköpuðust á borgarafundi, sem haldinn var í gærkvöldi í fyrirlestrarsal Nýheima. Þar var farið yfir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2009. Allar lykiltölur í áætluninni bera það með sér að reksturinn og staða sveitarfélagsins er sterk. Helsta markmið okkar á þessu ári - í ljósi mikillar óvissu í efnarhagsmálum þjóðarinnar - verður að verja stöðu heimila og fyrirtækja eftir mætti. Töluverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í tengslum við flutning alls skólahalds Grunnskóla Hornafjarðar til Hafnar næsta haust.
Rætt var um viðhald á fasteignum sveitarfélagsins í dreifbýli. Í tengslum við sölu sveitarfélagsins á Nesjaskóla var ákveðið að hluti af söluandvirðinu yrði nýtt til viðhalds á fasteignum sveitarfélagsins í dreifbýlinu. Var þá helst litið til félagsheimilanna en viðhaldi þeirra hefur verið ábótavant undanfarin ár. í kjölfarið á því er mikilvægt að fram fari umræða um framtíðarnýtingu þessari fasteigna þannig að þær nýtist sem mest sínu nærsamfélagi.
Atvinnumál voru líka til umræðu á fundinum. Fram kom ánægja með þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á þeim vettvangi. Var þá helst litið nýundirritaðs samnings við Rolf Johansen og Co um vatnsátöppunarverksmiðju á Höfn, sem og samkomulags sveitarfélagsins við aðila sem hafa áform um að reisa gagnaver í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn leggur áherslu á aðgerðir til þess að auka fjölbreytnina í atvinnulífinu. Næstu skref í þeim málum verða þau að leggja fjármuni í jarðefna -, líftækni - og orkurannsóknir, sem geta nýst til áframhaldandi atvinnuuppbyggingar í samfélaginu. Mikilvægt er að vera vakandi yfir öllum þeim tækifærum sem skapast.
Umræður um fjarskiptamál í dreifbýli komu líka til umræðu - enda um mjög mikilvægt hagsmunamál að ræða fyrir sveitirnar. Ég kom þeirri skoðun minni á framfæri að það hlyti að verða eitt grundvallarmarkmiða stjórnvalda - hver sem þau kunna að verða í framtíðinna - að allir landsmenn sitji við sama borð á því sviði. Góð nettenging er forsenda þess að hægt að sé að byggja upp framsækna atvinnstarfsemi til sveita - hún er ekki fyrir hendi í dag.
Það var mjög góð tilbreyting frá þjóðmálaumræðunni í dag að mæta á fund þar sem almenn bjartsýni sveif yfir vötnum. Mér fannst fólk vera bjartsýnt fyrir hönd byggðalagsins þrátt fyrir aðsteðjandi vandamál í fjármála - og efnahagskerfi þjóðarinnar. Það var ánægjulegt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Sæll Árni og takk fyrir ágætan pistil.
Varðandi þetta í pistlinum: " Góð nettenging er forsenda þess að hægt að sé að byggja upp framsækna atvinnstarfsemi til sveita - hún er ekki fyrir hendi í dag". Þá er þetta nú ekki allskostar rétt hjá þér vegna þess að hluti af sveitunum í okkar sveitarfélagi hafa verið í mjög góðri nettengingu í rúmt ár, ( eða hafa haft kost á því) Þ.e.a.s Nes, Mýrar og allt vestur að Hestgerði.
Illa finnst mér komið ef menn vita þetta ekki og ekki síst þar sem það er hornfirskt fyrirtæki sem stendur að því að gefa mönnum kost á því að hafa öfluga internet tenginu heima hjá sér. 'Eg hefði persónulega viljað sjá það á sínum tíma að bæjarstjórn hefði bókað sérstaklega um það líkt og annað gott sem er gert hér í þessu sveitarfélagi.
Kv. Sigfús
Sigfús Már (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.