4.1.2009 | 13:01
Erfitt en viðburðaríkt ár
Viðburðaríku ári er lokið - sem betur fer segja margir. Íslenska banka - og fjármálakerfið hrundi eins og spilaborg á haustmánuðum vegna hinnar alþjóðlegu fjármálakrísu. Bakland þeirra í stjórnvöldum og seðlabanka reyndist haldlítið þegar á hólminn var komið. Þó var ljóst og löngu vitað að vöxtur viðskiptabankanna var svo mikill að það var sérstaklega nauðsynlegt að þeir ættu öflugan bakhjarl. Svo reyndist ekki vera og m.a. þess vegna fór sem fór. Trúverðuleiki þeirra var enginn þegar í ljós kom að stærð þeirra var a.m.k. tíföld landsframleiðsla og bakland þeirra engan veginn í stakk búið til þess að koma þeim til hjálpar á erfiðum tímum.
Íslenska krónan söng sitt síðasta á árinu - útförin er reyndar orðin frekar langdregin - með tilheyrandi búsifjum fyrir fyrirtæki og almenning. Raddir um upptöku Evru gerðust háværari og þar með komst umræðan um aðild landsins að Evrópusambandinu loksins almennilega á dagskrá. Nú er svo komið að allir stjórnmálaflokkar - nema Frjálslyndir - eru að reyna að finna leiðir til þessu að koma þessu mikilvægasta máli dagsins í dag í farveg. Allir eru sammála um það að þjóðin á að hafa síðasta orðið, þ.e. að samningur verði borinn undir þjóðaratkvæði.
Enginn þarf heldur að velkjast í vafa um það að okkar bíður erfitt en viðburðaríkt ár. Við horfum upp á hærri atvinnuleysistölur en við höfum áður þekkt, meiri samdrátt og niðurskurð en við höfum lengi tekist á við.
Á stjórnmálasviðinu er viðbúið að mikil átök verði. Þau munu hverfast um Evrópusambandsaðild að mestu leyti. Fljótlega mun koma í ljós hvort átök um ESB verða til þess að stjórnmálamenn sæki endurnýjað umboð til þjóðarinnar. En mér segist svo hugur um að við munum kjósa um eitthvað á þessu ári, annað hvort um aðildarsamning eða til Alþingis, nema um hvoru tveggja verði að ræða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.