Leita í fréttum mbl.is

Við hvað eru menn hræddir?

Það vekur alltaf furðu mína að menn skuli ekki vera tilbúnir að láta lýðræðið hafa sinn gang þegar kemur að ESB aðild. Við hvað eru menn hræddir? Eru menn kannski hræddir um að þjóðin komist að vitlausri niðurstöðu?

Í miðjum björgunarleiðangrinum - m.a. með fyrirgreiðslunni frá IMF - er slæmt að ekki skuli liggja fyrir hvert lokamarkið er, þ.e. hvort við ætlum að halda í krónuna eða að stefna að ESB aðild og upptöku Evru í kjölfarið. Þetta hefði þurft að liggja fyrir áður en lagt var af stað í björgunarleiðangurinn - hefði aukið trúverðugleika leiðangursins.

Uppgjör í Evrópumálum er óumflýjanlegt. Kjósendur verða að fá að skera úr um það hvert skal stefna. Ákvörðun um að hefja þá vinnu getur ekki beðið lengur.

Í máli fyrrverandi fjármála - og forsætisráðherra Sviþjóðar - fjármálaráðherra á þeim tíma sem landið vann úr sinni fjármálakreppu - kom fram að mikilvægur liður í endurreisn sænska fjármálakerfisins hafi verið aðildin að ESB. Þessu er ekki hægt að horfa framhjá. Yfirlýsing um aðildarviðræður - og þar með undirbúningur þeirra - myndi þess vegna hafa jákvæð áhrif.

Af þessum sökum finnst mér athyglisvert að menn séu ekki tilbúnir að hefja aðildarviðræður, sjá hvað kemur út úr þeim og leggja svo samninginn í dóm kjósenda. Eru menn hræddir um að samningurinn verði það góður fyrir þjóðina að hann verði samþykktur? Ef samningurinn er óaðgengilegur þá verður hann einfaldlega felldur - treysti menn kjósendum hlýtur það að segja sig sjálft.

Engu er líkara en að ESB andúðartrúboðið treysti ekki kjósendum til að taka rétta ákvörðun - bara vitlausa. Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu þegar málflutningur andúðartrúboðsins er skoðaður - að þjóðinni sé ekki treyst til þess að taka ákvörðun í þessu veigamikla máli.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Kjósendum er treyst til að kjósa menn og stjórnmálaflokka en ekki um ESB. Rökfræði sem ég skil ekki.

Sumir telja að ef við göngum í ESB þá missum við yfirráð yfir fiskinum okkar. Ég spyr: Er ég með einhver yfirráð yfir fiskinum? Eru það ekki kvótaeigendur sem öllu ráða? Ekki á ég kvóta.

Sigurður Haukur Gíslason, 12.12.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband